Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

fimmtudagur, september 02, 2004

Klemman sem ég er í....

Já ég ákvað loksins að láta líta á þessa öxl mína. Þið sem ekki það vitið þá hefur hægri handleggurinn minn verið gagnslaus í nokkur ár sökum þess að ég hef ekkert getað beitt axlarliðnum. Ég hafði stöku sinnum kíkt til heimilislæknis en það var alltaf sama tuggan: Vöðvabólga og recept uppá íbúfen ( ansi þunn afgreiðsla fyrir minn smekk ). Ég tók til minna ráða og pantaði tíma hjá bæklunarsérfræðingi og sendi hann mig í röngten og segulómun. Áðan hringdi læknirinn í mig og tilkynnti mér það hátíðlega að ég er með klemmdar sinar í öxlinni og hann er víst óður og uppvægur að skera einhver tvö göt á mig svo hann geti losað flækjuna. Ég sagði nú bara við að hann að "that´s a date" og munum við hittast klukkan hálf-átta á Lækningu við Lágmúla, 13.september eftir rúma viku. Þetta verður svæfing og álíka stuð þannig ég þarf að fasta fyrir aðgerðina.
Auðvitað er ég fegin og allt það en ég þurfti náttúrulega að asnast til að ráða mig í vinnu í vetur á Nasa og ég má ekkert vinna mánuð eftir aðgerðina ( glæsileg
byrjun eða þannig ). Ég fer líka í sjúkraþjálfun og ég veit ekki hvað og hvað ALLT AÐ GERAST MAÐUR!!! Mætti ég líka bæta við að þetta er ekki beint tilboðspakki. Tæpar 14þús fyrir myndirnar og ég veit ekki hvern fjandann það mun kosta mig að láta "aðgerðast" í mér. Svona er lífið.

En útí aðra sálma. Ég vann í fatahenginu í gær á skólaballi og GUÐ MINN GÓÐUR!! Drukkin ungmenni geta verið ansi spaugileg. Einn 16 ára gutti vildi endilega tipsa mig en ég hafði bara ekki í mér að taka allan peningin sem hann hafði stritað fyrir með blaðaburði. Svo fannst öllum þjóðráð að geyma miðann sinn annaðhvort í undirfötunum sínum eða í skónum sínum þannig ég fékk alveg rennblauta og sveitta miða til baka ( ooojjjjj ). En ég held þetta hafi tekist ágætlega sosum hjá mér. Þegar ég kom heim um þrjúleytið ákvað ég að sjóða mér núðlur og sauð vatn til þess. Síðan skellti ég mér fram í stofu og setti spólu í tækið. Nokkru seinna fer ég aftur inní eldhús að tjekka á vatninu mínu og við blasti alveg skelfilega sjón......: Í fyrsta lagi hafði ég kveikt á vitlausri hellu. Í öðru lagi var svolítið á hellunni sem átti ekki að vera þar.... stór plastskál full af snakki og nammi, you do the math.

Hafið það svo gott .... ég er farin að skafa plast af eldavélinni minn.

Brunavargurinn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home