Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

miðvikudagur, september 22, 2004

Jæja ég var viðruð í dag!!

Hún Alla hringdi í mig um fjögurleytið og vakti mig ( he-hemm það fer ekkert lengra ) og spurði hvort ég nennti að stússast með henni aðeins. Ég hélt það nú, ég hef verið að marinerast í fýlu og þunglyndi hérna heima hjá mér! Ég var svo kát að komast út að ég minnti einna helst á hund sem stakk hausnum útúr bílnum á ferð, tungan út og allt! Svo er ég víst að fara að halda eitthvað voða innflutningspartý hér á föstudaginn. Það koma 15-20 manns og ég verð með bollu, mat og snakk. Svo fæ ég lánaða alveg geggjaða hátalara hjá Bjarka frænda þannig þetta verður alveg þokkalega grand hjá mér.
Annars sé ég fram á svo rosalega djammtörn í haust. Ég er búin að lofa partýum hingað og þangað. Ég þarf að halda frænkupartý, frændsystkinapartý, fjölskyldupartý, bekkjarpartý, íslenskupartý og partýpartý. Syndaselurinn mun brjótast útúr búri sínu með miklum látum eftir sumardvalann og hann mun brjótast út með stæl. PASSIÐ YKKUR BARA!!!!!

By the way... var að horfa á The L-word á skjá einum. Ansi skemmtilegir þættir og það kæmi mér ekki á óvart þó að karlpeningurinn sýndi þessu þáttum ágætis áhuga hehehe;)

Lifið heil

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home