Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

laugardagur, september 04, 2004

Girls night out...

Ohh hvað ég skemmti mér ógeðslega vel í gær!! Ég, Alla, Nanna og Íris ákváðum að sletta ærlega úr klaufunum. Við hófum kvöldið á Rossopomodoro þar sem við nutum frábærs matar á mettíma. Mér og Írisi tókst að klúðra þeim kvöldverð örlítið því Íris GLEYMDI að panta borði fyrir okkur og ég var alltof sein þannig viið þurftum að úða í okkur góðmetinu svo við næðum tímanlega á næsta áfangastað. Saddar og fínar mættum við niður í Borgarleikhúsið að sjá Rómeó og Júlíu. Þetta stykki er "hands down" flottasta, geðsjúkasta, hjartnæmasta, fyndnasta og fallegasta leikrit sem ég hef á ævi minni séð. Ég gekk út með gæsahúð og góða tilfinningu í hjartanu þannig að DRULLIÐ YKKUR Á SÝNINGUNA GERPIN YKKAR! Eftir Borgarleikhúsið fórum við til Nönnu og sátum á spjalli og drykkju til að verða þrjú en þá ákváðum við að kíkja niður í bæ og sjá hvað væri að gerast á börunum. Það var náttúrulega allt að klárast þegar við komum en við skemmtum okkur samt þrælvel. Eftir að okkur hafði verið hent útaf Celtic Cross hjólaði Englendingur á barnahjóli í fangið á okkur og bauðst til að reiða okkur. Við afþökkuðum pent en vildum endilega prófa Fákinn fína og áður en ég vissi var ég á blússandi ferð niður göturnar á þessu fína hjóli. Skyndilega stoppaði bíll við hliðina á mér og var rúðunni rennt niður og mætti mér hörkulegt andlit bílstjórans.

Ég: Góða kvöldið.
Ökumaður: Góða kvöldið er þetta þitt hjól?
Ég: Uuuuuh nei..
Ökumaður: Nú hver á það?
Ég: Það veit ég ekki... ég er bara... er með það í láni.
Ökumaður ( tekur upp sem virðist vera falskt lögreglumerki ): Viltu bara ekki skila því áður en ég hendi þér inn?? ég er sko frá lögreglunni!
Ég ( agndofa ): Ha jújú.. set það bara hér ( og henti því á jörðina ).
Ökumaður: Já og drullaðu þér síðan heim ( brunar af stað ).

Ég veit eiginlega ekki hvort ég var meira hissa eða hreinlega skíthrædd. Ég hélt sem snöggvast að þessi íslenski Batman ætlaði sér að "taka mig fasta" og henda mér útúr bílnum á ferð. En í alvöru.... ætli þessi gaur keyri bara um og veifi þessu löggumerki framan í fólk að gamni sínu eða telur hann sig vera gera eitthvað gagn?.. tja maður spyr sig.

elskið friðinn og strjúkið kviðinn.. passið ykkur á íslenska Batman.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home