Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

fimmtudagur, september 09, 2004

Góðan dag....

Þið veltið því kannski fyrir ykkur hvernig standi á því að ég blogga svona sjaldan. Þið haldið kannnski að mín frægðarsól sé að sökkva. Þið haldið kannski að ég sé hreinlega löt og sé hætt að nenna þessu. Einhver óskammfeilin gengur jafnvel svo langt að halda því fram að ég hafi bara einfaldlega ekkert að segja lengur. Það er bara rangt ÞAÐ ER RANGT SEGI ÉG!!! Ég hef um nóg að tala. Dagar mínir eru fullir af spennandi atburðum sem myndu fylla heila bók. Ég er ekki óspennandi manneskja sem sit heima á kvöldin og horfi á endursýningu á One tree hill, nei sveiattann ég fer út og ögra heiminum. Ég tek mér ýmislegt fyrir hendur sem ykkur órar ekki fyrir. Já ég hef sko frá mörgu að segja lömbin mín nær og fjær. Ég skal tildæmis segja ykkur það að ég .... ég ...... ég sá sko stein á bílastæðinu áðan sem leit út eins og James Brown...

Ég á mér líf!!!
Ég hef eitthvað að segja!!

..... call me ( buhuhuhu )

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home