Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

föstudagur, september 17, 2004

Fatlafól, fatlafól...

Eftirfarandi hlutir verða illmögulegir eða ómögulegir þegar maður getur ekki notað hægri handlegginn..

-Klæða sig í boli, peysur, húfur og brjóstahaldara.
-Keyra bíl.
-Liggja ( þar af leiðandi sofa ).
-Veifa fólki og faðma það.
-Borða með hnífapörum.
-Tannbursta sig.
-Þrífa íbúðina sína.

Og það allra versta....

-Þrífa hárið sitt, greiða það og mála sig.

Sumsé... ég get ekki rassgat í bala!!!

En úr þunglyndisþönkum mínum yfir í eitthvað örlítið meira hressandi. Rokksöngleikurinn Hárið er stykki sem ég get alveg passlega mælt með. Það er alltaf gaman að sjá fallegt fólk dansa og syngja og tína af sér spjarirnar. Persónulega fannst mér sá sem leikur Berger (Hilmar Björn held ég að hann heiti), Ilmur og Gói langskemmtilegust. Síðan spillir ekki að hafa þrusuleikonu/söngkonu líkt og hana Selmu í hópnum. Það vantað slatta uppá að þetta jafnaðist á við fyrri uppfærslu hans Baltasars sem er mér enn í fersku minni, og það háði sýningunni þó nokkuð hversu lítið sviðið var og sviðsmyndin ómerkileg. Svo þótti mér alveg rosalega sniðugt að sjá krakkana í húðlituðum nærfötum... það var bara alveg eins og þau væru allsber, þar til að ég sá að þau voru í raun og veru allsber ( hehehe ég er svo mikill nörd ).

jæja lömbin mín ég þarf að fara að drepa nokkra verkamenn sem eru að vinna með loftbor fyrir utan íbúðina mína.

See ya

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home