Já það er víst að koma vetur og þó svo að ég blóti rokinu og rigningunni þá hlakka ég mikið til að geta tekið mér göngu í nýföllnum fallegum snjó.
Annars þykir mér alveg magnað hvað maður er duglegur að koma sér undan því sem maður ætti að vera að gera. Í mínu tilfelli er það lærdómurinn... þetta fer mjög hægt af stað hjá mér. Ég ætlaði t.d að byrja að læra strax eftir skóla en í stað þess þóttist ég þurfa að skreppa hingað og þangað, ná í Írisi og Öllu, fara á kaffihús og víra mig algerlega upp af kaffiþambi. Íris greyið var svo "kaffispíttuð" að hún þoldi ekki hljóðið í miðstöðinni minni þegar ég keyrði hana heim. Sjálf fann ég vel fyrir kaffiáhrifunum í líkama mínum. Ég iðaði í sófanum heima hjá mér meðan ég rembdist við að lesa, mér var stanslaust mál að pissa og á nokkura mínútna fresti skaust ég uppúr sófanum með einhverja stórkostlega hugmynd í kollinum en gleymdi henni jafnharðan.
Ég hef verið í smá kaffiaðhaldi sjáið til, minnkaði bollana frá þrem til fjórum á dag niður í einn bolla á dag. En á kaffihúsinu í dag fékk ég mér heila þrjá bolla... ætli það kallist ekki "falling of the wagon". Hvað finnst ykkur? ( hehehehe ).
Ég: Góða kvöldið... hérna uuuhhh...ég heiti Erna Björk og... ég drekk mikið kaffi.
Allir í kór: Hæ Erna Björk!!