Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

miðvikudagur, september 29, 2004

Djöfuls kuldi og rokrassgat!

Já það er víst að koma vetur og þó svo að ég blóti rokinu og rigningunni þá hlakka ég mikið til að geta tekið mér göngu í nýföllnum fallegum snjó.
Annars þykir mér alveg magnað hvað maður er duglegur að koma sér undan því sem maður ætti að vera að gera. Í mínu tilfelli er það lærdómurinn... þetta fer mjög hægt af stað hjá mér. Ég ætlaði t.d að byrja að læra strax eftir skóla en í stað þess þóttist ég þurfa að skreppa hingað og þangað, ná í Írisi og Öllu, fara á kaffihús og víra mig algerlega upp af kaffiþambi. Íris greyið var svo "kaffispíttuð" að hún þoldi ekki hljóðið í miðstöðinni minni þegar ég keyrði hana heim. Sjálf fann ég vel fyrir kaffiáhrifunum í líkama mínum. Ég iðaði í sófanum heima hjá mér meðan ég rembdist við að lesa, mér var stanslaust mál að pissa og á nokkura mínútna fresti skaust ég uppúr sófanum með einhverja stórkostlega hugmynd í kollinum en gleymdi henni jafnharðan.
Ég hef verið í smá kaffiaðhaldi sjáið til, minnkaði bollana frá þrem til fjórum á dag niður í einn bolla á dag. En á kaffihúsinu í dag fékk ég mér heila þrjá bolla... ætli það kallist ekki "falling of the wagon". Hvað finnst ykkur? ( hehehehe ).

Ég: Góða kvöldið... hérna uuuhhh...ég heiti Erna Björk og... ég drekk mikið kaffi.
Allir í kór: Hæ Erna Björk!!

sunnudagur, september 26, 2004

Jæja innflutningspartýið heppnaðist vel.

Með hjálp góðra vina náði ég að smíða þetta allt saman. Það skondna var að það var líkt og allir hefðu gert með sér þegjandi samkomulag um að vera edrú þetta kvöldið. Af 15 gestum enduðum við tvær niður í bæ. Ég og Íris vinkona tókum þetta bara með stæl og fukum um í rokinu þetta stormsama föstudagskvöld. Svo fórum við bara tvær saman heim að elda mat og kúra uppí rúminu mínu. Morguninn tók við versti letidagur sem ég hef upplifað. Ég og Íris lágum uppí sófa ALLAN daginn! Við horfðum á sjónvarpið og sukkuðum í þynnkumatnum þar til að það var orðið alveg dimmt inní stofu hjá mér. Já við vorum sko ekkert að skammast okkar.

En ég hef ekkert mikið meira að segja í bili. Þannig að ég kveð bara.

Verið bless

miðvikudagur, september 22, 2004

Jæja ég var viðruð í dag!!

Hún Alla hringdi í mig um fjögurleytið og vakti mig ( he-hemm það fer ekkert lengra ) og spurði hvort ég nennti að stússast með henni aðeins. Ég hélt það nú, ég hef verið að marinerast í fýlu og þunglyndi hérna heima hjá mér! Ég var svo kát að komast út að ég minnti einna helst á hund sem stakk hausnum útúr bílnum á ferð, tungan út og allt! Svo er ég víst að fara að halda eitthvað voða innflutningspartý hér á föstudaginn. Það koma 15-20 manns og ég verð með bollu, mat og snakk. Svo fæ ég lánaða alveg geggjaða hátalara hjá Bjarka frænda þannig þetta verður alveg þokkalega grand hjá mér.
Annars sé ég fram á svo rosalega djammtörn í haust. Ég er búin að lofa partýum hingað og þangað. Ég þarf að halda frænkupartý, frændsystkinapartý, fjölskyldupartý, bekkjarpartý, íslenskupartý og partýpartý. Syndaselurinn mun brjótast útúr búri sínu með miklum látum eftir sumardvalann og hann mun brjótast út með stæl. PASSIÐ YKKUR BARA!!!!!

By the way... var að horfa á The L-word á skjá einum. Ansi skemmtilegir þættir og það kæmi mér ekki á óvart þó að karlpeningurinn sýndi þessu þáttum ágætis áhuga hehehe;)

Lifið heil

þriðjudagur, september 21, 2004

Halló halló.

Ég vildi bara óska henni Fríðu Hrönn skvísu til hamingju með litlu prinsessuna sem hún eignaðist í dag. Ég sendi ástarkveðjur til mæðgnanna;)

Over and out.

sunnudagur, september 19, 2004

Honey!

Já maður lætur bjóða sér allskonar ósóma þegar maður er fatlafól. Maður sættir sig við lyfjavímu, andvökunætur, endursýnda þætti á skjá einum og allt fram eftir þeim götunum. Maður lætur meira að segja bjóða sér leeiiiðinlegar kvikmyndir, kvikmyndir sem framkalla viðbjóð. Ein af þeim er án spurningar kvikmyndin HONEY. "Honey" fjallar um unga stúlku að nafni Honey ( very original). Honey er svo sæt og góð og yndisleg að mann langar hreinlega að æla á hana. Hún kennir Hip-hop dans í fátækrahverfi og aðalgæjinn í körfuboltaliðinu er alveg ógeðslega skotin í henni. Hún meikar það einn daginn þegar að maður sem leikstýrir Hip-hop myndböndum uppgvötvar Hoeny litlu á dansgólfinu og hann býður henni gull og græna skóga. Maðurinn er auðvitað ekkert nema holdgervingur djöfulsins og ætlar sér það eitt að kíkja oní sætu g-strengs-næríurnar hennar Honey. Sem betur fer uppgvötvar Honey tímanlega hvurslags lúðulakki þessi leikstjóri er og leitar uppruna síns á ný í fátækrahverfinu. Hún sér loksins að frægð og frami skipta engu máli og hún verði að koma gettókrökkunum af götunni með því að reisa handa þeim dansstúdíó. Allt virðist ætla að klúðrast en fyrir einhverja viðbjóðslega tilviljun og það hversu frábærir og æðislegir allir eru, þá nær hún að safna pening fyrir þessu dansstúdíó. Honey og þveröfugi kærasti hennar enda svo í væmnum faðmlögum á meðan krakkarnir dansa eins og vindurinn. Viðeigandi "thumbs up" uppréttingar birtast síðan í lokaatriðinu og allir fá uppreisn æru. The end!
Gerið mér bara greiða og sleppið því að taka þessa mynd.

Og á sömu nótum vil ég lýsa yfir álíka viðbjóð á nýju McDonalds auglýsinguna. Þessi viðleitni MacDonalds til að halda andliti eftir allar lögsóknirnar og "Super-size me" er hreint út sagt fáránleg. Auglýsingin sýnir þrjár vinkonur í anda sex and the city ( Steina seina, Lára klára og Dísa skvísa ) sem hittast á Mc-Donalds í hádeginu. Þær panta sér allar gulrætur og kjúklingasalat sem er nátturulega aðalsmerki McDonalds í dag. Þetta er allt svo glatað og ömurlegt að það hálfa væri hellingur meira en nóg, og síðan endar auglýsingin á slagorðinu "nýr matur, nýtt fólk". Sumsé "out with the fat peoble, in with the supermodels".

Fjúff.... vildi bara koma þessu frá mér.

föstudagur, september 17, 2004

Fatlafól, fatlafól...

Eftirfarandi hlutir verða illmögulegir eða ómögulegir þegar maður getur ekki notað hægri handlegginn..

-Klæða sig í boli, peysur, húfur og brjóstahaldara.
-Keyra bíl.
-Liggja ( þar af leiðandi sofa ).
-Veifa fólki og faðma það.
-Borða með hnífapörum.
-Tannbursta sig.
-Þrífa íbúðina sína.

Og það allra versta....

-Þrífa hárið sitt, greiða það og mála sig.

Sumsé... ég get ekki rassgat í bala!!!

En úr þunglyndisþönkum mínum yfir í eitthvað örlítið meira hressandi. Rokksöngleikurinn Hárið er stykki sem ég get alveg passlega mælt með. Það er alltaf gaman að sjá fallegt fólk dansa og syngja og tína af sér spjarirnar. Persónulega fannst mér sá sem leikur Berger (Hilmar Björn held ég að hann heiti), Ilmur og Gói langskemmtilegust. Síðan spillir ekki að hafa þrusuleikonu/söngkonu líkt og hana Selmu í hópnum. Það vantað slatta uppá að þetta jafnaðist á við fyrri uppfærslu hans Baltasars sem er mér enn í fersku minni, og það háði sýningunni þó nokkuð hversu lítið sviðið var og sviðsmyndin ómerkileg. Svo þótti mér alveg rosalega sniðugt að sjá krakkana í húðlituðum nærfötum... það var bara alveg eins og þau væru allsber, þar til að ég sá að þau voru í raun og veru allsber ( hehehe ég er svo mikill nörd ).

jæja lömbin mín ég þarf að fara að drepa nokkra verkamenn sem eru að vinna með loftbor fyrir utan íbúðina mína.

See ya

fimmtudagur, september 16, 2004

Ég er að fara á Hárið!!! Víííí....

Væji frændi var að hringja í mig og bjóða mér að taka miðann sinn á Hárið með systur mömmu og hennar familí. Já ég þarf að drífa mig og hafa mig til!! Það er aðeins eitt vandamál... hvernig í fjandanum á ég að hafa mig til??? Ég get hvorki málað mig né sett neitt í hárið á mér!

HJÁÁÁÁÁLP MIGHTY MOUSE!!!!!!!!!

miðvikudagur, september 15, 2004

Ömurlegt..

Þoli ekki að vera ósjálfbjarga!!! Ég þurfti actually að fá hjálp við að þrífa hárið mitt í morgunn ( Lára bekkjarsystir er snillingur á því sviði just so you know ). Svo étur maður sýklalyf og verkjaflyf á víxl og situr í einhverju lyfjamóki með handlegginn ljósbláann af blóðleysi. Ég ætlaði heldur betur að vera dugleg og mæta í skólann í morgunn... jájá.. mæti of seint og sest fremst í stofuna á móti kennaranum og til hvers?? jú til þess eins að sofna eins og hálfviti fyrir framan kallgreyið. Ég er eiginlega hissa að hann hafi bara ekki vinsamlegast beðið mig um að yfirgefa stofuna. Restin af deginum fór síðan í það
að reyna að skilja brandara hjá fólki og að bera fram orðið "Kringlumýrabraut" ( glettilega erfitt þegar maður er lyfjafreðin ).
Ég hélt bara að þetta yrði nú miklu minna mál. Læknirinn sagði ég yrði nú orðin rosafín á öðrum degi en þá kemur bara í ljós að það er versti dagurinn minn og ég hef verið hálf aumingjaleg í allan dag. Síðan langar mig bara að segja það hér og nú að mér finnst GLATAÐ að ég hafi ekki fengið aukagrisjur með mér heim því það blæðir endalaust úr öðru gatinu á öxlinni minni!! Já ég þurfti bara að koma þessu frá mér.. og nú er orðið rosalega vont að skrifa meira þannig að ég er hætt í kvöld.

Auminginn kveður

þriðjudagur, september 14, 2004

Þá er aðgerðin búin.

Ég sit hérna heima með tvö göt á öxlinni og stóran heftiplástur yfir. Allt gekk vel og ég er bara nokkuð hress þrátt fyrir eymsli í öxlinni. Íris vinkona náði í mjög svo ruglaða stelpu eftir aðgerðina, svæfingin hafði víst ansi spaugileg áhrif á mig hehehe. En elsku Íris mín, takk fyrir að hjúkra mér!! þú ert náttúrulega algjör engill.

Jæja ég get ekki skrifað mikið meira... það er svolítið erfitt.

Lifið heil..

mánudagur, september 13, 2004

Vinir...

Ég sat á kaffihúsi í kvöld með Írisi vinkonu og við ræddum um margt og mikið. Flestar okkar umræður voru samt litaðar af vináttunni og það sem henni fylgir. Við ræddum um vini sem við áttum, vini sem við eigum, vini sem við vorum að eignast og vini sem koma og fara.
Við notum öll ólíkar aðferðir til að rækta vináttu. Sumir leggja einstaka natni í að leggja alla merkisdaga á minnið. Aðrir hafa lært að þekkja hegðun þína út og inn þannig þeir/þær vita nákvæmlega hvort eitthvað ami að eða ekki. Svo koma aðrir sem vita alltaf nákvæmlega hvað á að segja og hvenær svo þér líði sem best. Maður á vini sem maður leitar til í mismunandi skapi. Vini sem hressa mann við. Vini sem sálgreina mann. Vini sem veita hlýju. Vini sem hlusta. Vini sem koma vitinu fyrir mann. Og svona mætti lengi halda áfram.
Eftir því sem maður eldist verður sú staðreynd alltaf augljósari og óþægilegri að maður gefur sér ekki nógu mikinn tíma í að láta vini finna fyrir því að maður hugsar til þeirra og þykir alveg óheyrilega vænt um þá. Ég er ekki að dekka það hérna fyrir vinum mínum að ég hafi verið löt að rækta garðinn okkar og afsaka það þannig. Mig langaði bara svo að deila þessari hugsun minni með ykkur öllum. Það góða með svona umræður er að þær vekja mann til umhugsunar og já.... halda manni á tánum. Það er nefnilega ekki svo erfitt að glata vin ef maður gætir sín ekki. Og svona fyrst ég er á þessum nótunum ( kannski er ég svona meyr því ég kvíði aðgerðinni á morgunn ) þá langar mig að deila þessari fallegu ósk með ykkur. Þetta er hluti af maili sem ég fékk sent til mín og þið megið öll taka þetta til ykkar sem þetta lesið.

I wish you enough sun to keep your attitude  bright.
I wish you enough rain to appreciate the sun  more.
I  wish you enough happiness to keep your spirit alive.
I wish you enough pain  so that the smallest joys in life appear  much bigger.
I wish you enough gain to satisfy your  wanting.
I wish you enough loss to appreciate all that you  possess.
I wish you enough hellos to get you through the  final
good-bye."


Lifið heil...Erna Björk

fimmtudagur, september 09, 2004

Góðan dag....

Þið veltið því kannski fyrir ykkur hvernig standi á því að ég blogga svona sjaldan. Þið haldið kannnski að mín frægðarsól sé að sökkva. Þið haldið kannski að ég sé hreinlega löt og sé hætt að nenna þessu. Einhver óskammfeilin gengur jafnvel svo langt að halda því fram að ég hafi bara einfaldlega ekkert að segja lengur. Það er bara rangt ÞAÐ ER RANGT SEGI ÉG!!! Ég hef um nóg að tala. Dagar mínir eru fullir af spennandi atburðum sem myndu fylla heila bók. Ég er ekki óspennandi manneskja sem sit heima á kvöldin og horfi á endursýningu á One tree hill, nei sveiattann ég fer út og ögra heiminum. Ég tek mér ýmislegt fyrir hendur sem ykkur órar ekki fyrir. Já ég hef sko frá mörgu að segja lömbin mín nær og fjær. Ég skal tildæmis segja ykkur það að ég .... ég ...... ég sá sko stein á bílastæðinu áðan sem leit út eins og James Brown...

Ég á mér líf!!!
Ég hef eitthvað að segja!!

..... call me ( buhuhuhu )

laugardagur, september 04, 2004

Girls night out...

Ohh hvað ég skemmti mér ógeðslega vel í gær!! Ég, Alla, Nanna og Íris ákváðum að sletta ærlega úr klaufunum. Við hófum kvöldið á Rossopomodoro þar sem við nutum frábærs matar á mettíma. Mér og Írisi tókst að klúðra þeim kvöldverð örlítið því Íris GLEYMDI að panta borði fyrir okkur og ég var alltof sein þannig viið þurftum að úða í okkur góðmetinu svo við næðum tímanlega á næsta áfangastað. Saddar og fínar mættum við niður í Borgarleikhúsið að sjá Rómeó og Júlíu. Þetta stykki er "hands down" flottasta, geðsjúkasta, hjartnæmasta, fyndnasta og fallegasta leikrit sem ég hef á ævi minni séð. Ég gekk út með gæsahúð og góða tilfinningu í hjartanu þannig að DRULLIÐ YKKUR Á SÝNINGUNA GERPIN YKKAR! Eftir Borgarleikhúsið fórum við til Nönnu og sátum á spjalli og drykkju til að verða þrjú en þá ákváðum við að kíkja niður í bæ og sjá hvað væri að gerast á börunum. Það var náttúrulega allt að klárast þegar við komum en við skemmtum okkur samt þrælvel. Eftir að okkur hafði verið hent útaf Celtic Cross hjólaði Englendingur á barnahjóli í fangið á okkur og bauðst til að reiða okkur. Við afþökkuðum pent en vildum endilega prófa Fákinn fína og áður en ég vissi var ég á blússandi ferð niður göturnar á þessu fína hjóli. Skyndilega stoppaði bíll við hliðina á mér og var rúðunni rennt niður og mætti mér hörkulegt andlit bílstjórans.

Ég: Góða kvöldið.
Ökumaður: Góða kvöldið er þetta þitt hjól?
Ég: Uuuuuh nei..
Ökumaður: Nú hver á það?
Ég: Það veit ég ekki... ég er bara... er með það í láni.
Ökumaður ( tekur upp sem virðist vera falskt lögreglumerki ): Viltu bara ekki skila því áður en ég hendi þér inn?? ég er sko frá lögreglunni!
Ég ( agndofa ): Ha jújú.. set það bara hér ( og henti því á jörðina ).
Ökumaður: Já og drullaðu þér síðan heim ( brunar af stað ).

Ég veit eiginlega ekki hvort ég var meira hissa eða hreinlega skíthrædd. Ég hélt sem snöggvast að þessi íslenski Batman ætlaði sér að "taka mig fasta" og henda mér útúr bílnum á ferð. En í alvöru.... ætli þessi gaur keyri bara um og veifi þessu löggumerki framan í fólk að gamni sínu eða telur hann sig vera gera eitthvað gagn?.. tja maður spyr sig.

elskið friðinn og strjúkið kviðinn.. passið ykkur á íslenska Batman.

fimmtudagur, september 02, 2004

Klemman sem ég er í....

Já ég ákvað loksins að láta líta á þessa öxl mína. Þið sem ekki það vitið þá hefur hægri handleggurinn minn verið gagnslaus í nokkur ár sökum þess að ég hef ekkert getað beitt axlarliðnum. Ég hafði stöku sinnum kíkt til heimilislæknis en það var alltaf sama tuggan: Vöðvabólga og recept uppá íbúfen ( ansi þunn afgreiðsla fyrir minn smekk ). Ég tók til minna ráða og pantaði tíma hjá bæklunarsérfræðingi og sendi hann mig í röngten og segulómun. Áðan hringdi læknirinn í mig og tilkynnti mér það hátíðlega að ég er með klemmdar sinar í öxlinni og hann er víst óður og uppvægur að skera einhver tvö göt á mig svo hann geti losað flækjuna. Ég sagði nú bara við að hann að "that´s a date" og munum við hittast klukkan hálf-átta á Lækningu við Lágmúla, 13.september eftir rúma viku. Þetta verður svæfing og álíka stuð þannig ég þarf að fasta fyrir aðgerðina.
Auðvitað er ég fegin og allt það en ég þurfti náttúrulega að asnast til að ráða mig í vinnu í vetur á Nasa og ég má ekkert vinna mánuð eftir aðgerðina ( glæsileg
byrjun eða þannig ). Ég fer líka í sjúkraþjálfun og ég veit ekki hvað og hvað ALLT AÐ GERAST MAÐUR!!! Mætti ég líka bæta við að þetta er ekki beint tilboðspakki. Tæpar 14þús fyrir myndirnar og ég veit ekki hvern fjandann það mun kosta mig að láta "aðgerðast" í mér. Svona er lífið.

En útí aðra sálma. Ég vann í fatahenginu í gær á skólaballi og GUÐ MINN GÓÐUR!! Drukkin ungmenni geta verið ansi spaugileg. Einn 16 ára gutti vildi endilega tipsa mig en ég hafði bara ekki í mér að taka allan peningin sem hann hafði stritað fyrir með blaðaburði. Svo fannst öllum þjóðráð að geyma miðann sinn annaðhvort í undirfötunum sínum eða í skónum sínum þannig ég fékk alveg rennblauta og sveitta miða til baka ( ooojjjjj ). En ég held þetta hafi tekist ágætlega sosum hjá mér. Þegar ég kom heim um þrjúleytið ákvað ég að sjóða mér núðlur og sauð vatn til þess. Síðan skellti ég mér fram í stofu og setti spólu í tækið. Nokkru seinna fer ég aftur inní eldhús að tjekka á vatninu mínu og við blasti alveg skelfilega sjón......: Í fyrsta lagi hafði ég kveikt á vitlausri hellu. Í öðru lagi var svolítið á hellunni sem átti ekki að vera þar.... stór plastskál full af snakki og nammi, you do the math.

Hafið það svo gott .... ég er farin að skafa plast af eldavélinni minn.

Brunavargurinn.