Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

mánudagur, ágúst 09, 2004

Halló alle mine vanner!

Sumrinu líkur (lýkur??) fljótlega og ég er farin að sjá skólann nálgast hratt og örugglega. Ekki að það sé slæmt því ég er farin að hlakka til haustsins, þá verða litirnir svo fallegir og ég á afmæli (víííí).

Margt hefur drifið á daga mína síðan síðast og ég nefni þá allra helst hina einu sönnu ÞJÓÐHÁTÍÐ!!! Þetta var án efa mín besta hátíð síðan 2001. Stemmarinn var gjörsamlega að drepa mig á sunnudagin.... í orðsins fyllstu merkingu því ég varð fyrir mjög stórum og drukknum Hollending sem kom fljúgandi niður brekkuna og straujaði mig á dansgólfið (mjög hressandi, spá í að fá númerið hans og biðja hann um að gera það aftur). Annars var margt annað sem hífði upp stuðið: Ego, flugeldar, gítarpartý í tjaldinu mínu, vín og villtar meyjar, Arni Johnsen, Mínus, veðrið sem hélt sig á mottunni og bara ALLT tengt Þjóðhátíðinni í ár. Ég þakka kærlega fyrir mig og vill benda þeim á sem hættir til að verða timbraðir að það er málið að blanda gin í vatn og sítrónusafa;)

Annars hef ég anski skondna sögu að segja frá, nokkuð sem gerðist í vinnunni:

Scene: Verslunin H-Sel á Laugarvatni.
Aðalpersónur: fjórar fagrar afgreiðsludömur, Erna Björk, Elín, Nanna og Nóa.
Aukapersónur: Ungt Gyðinga-par og fjórar ítalskar kellingar.

Það var bara einn af þessum látlausu dögum, sæmilegt að gera og veðrið var gott. Mjög mikið af Túrhestum. Svo kemur lítil ítölsk kelling askvaðandi inn og þá byrjaði fjörið.

Kellingin: Please! Please! We need petrol-eh, this car is in our way-eh (ítalskur hreimur sko).

-Við fögru afgreiðslustúlkurnar litum út í okkar makindum og sáum hinar vinkonur hennar veifa höndum og benda á bíl sem var lagt við eina dæluna.

Kellingin: Who´s car hah??
Nóa (ein af fögru afgreiðslustúlkunum)- yppir öxlum og hallar undir flatt: Sko.. ví dónt nó. Ðer ar só mení píból in ðe stor só jú djöst hef tú veit. Hérna, sko... or jú ken park on ðí oðer sæt of ðe pömp.

-Kellingin hristir hausinn ergilega og stormar inní búðina og galar yfir allt fólkið á sinn einstaklega ítalska hátt: Someone... plese move car-eh, is in the way-eh. White big car-eh!!!!!!!!!!
-Á meðan vorum við fögru afgreiðslustúlkurnar að reyna að útskýra fyrir kellingunni og vinkonum hennar að þær gætu vel snúið bílnum við og komið honum HINUM MEGIN við dælurnar.... þar sem big white car væri ekki.
Að lokum birtast eigendurnir og ekki skánaði það... Þetta voru ung Gyðingahjón, gaurinn var með kolluhúfuna og allt.

Gyðingagaur- mjög hógvær: Yes is there a problem with my car?
Kellingin- mjög æst: Yes you park this side, no petrol, we need to take.... WHY YOU PARK CAR THERE HEH??????!!!!
Gyðingagaur- starir á kellinguna opinmynntur: .........?

-Kellingin heldur áfram að romsa útúr sér óskiljanlegri bunu á orðum og blandar ítölski inní á milli um leið og hún dregur manngreyið útað bílnum hans. Á meðan fylgjumst við stelpurnar sposkar með aðförunum ásamt flestum öðrum kúnnum verslunarinnar. En jæja... bíllinn var færður, kellingarnar keyra bílinn sinn að dælunni, rjúka út til að setja bensín á gripinn og hvað haldiði??..... djöfuls bensínlokið var akkúrat hinummegin á bílskrattanum. Upphófust sömu handahreyfingar og orðarunur þannig þær minntu allra helst á gæsahóp á amfetamíni.
Eftir miklar tilfæringar hófst þetta allt saman að lokum og Gyðingahjónin gátu haldið áfram að versla á sinn hógværa hátt vitandi það að big white car væri ekki lengur fyrir einum né neinum... sérstaklega ekki blóðheitum ítölskum kellingum. Þegar þau komu síðan á kassann hjá mér að borga hristi gyðingagaurinn hausinn og sagði við mig: Pwhew! She really was a handfull.... reminds me of my grandmother, enougt said.

Gaman að þessum skondnu uppákomum hehehehehe ;)

Erna Björk kveður- over and out.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home