Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

laugardagur, ágúst 21, 2004

I said hey babe.. take a walk on the wild side.

Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi í gær að fá tvo frímiða á Lou Reed tónleikana. Það kom ekki til greina neitt annað en að taka góðvin minn hann Ástþór með, þannig að saman skunduðum við að sjá gamla hrukkudýrið sýna hvað í sér býr.
Lou Reed er náttúrulega bara ógeðslega svalur gaur og magnaður tónlistarmaður. Þó svo að tónleikarnir hafi verið heldur rólegir á köflum og fæturnir mínir alveg að drepa mig þar sem ég stóð í þvöguni með hausinn reigðan aftur, þá var allt annað hreint út sagt MAGNAÐ. Fyrsta lagið var með svo skemmtilegan og fyndnan boðskap að allir í salnum hristust um af hlátri. Þar var gamli kallinn að beina orðum sínum til okkar kvenþjóðarinnar þegar hann söng "It is not your life to be a wife, but to be a woman" ( svo mikill sannleikur ). Hápunkturinn var án efa eftir tvö uppklöpp þegar hann tók "Perfect day" og "Take a walk on the wild side" ( maður fékk gæsahúð að heyra alla taka undir ).
By the way... mér láðist að nefna GEÐSJÚKA sellóleikarann sem spilaði með honum. SHHHHIIIIITTT hvað hún var mögnuð (you had to be there) og hún fékk þvílíkt klapp og fagðnaðaróp þegar hún gekk af sviðinu. Ástþór kallaði hana "Illu sellónornina úr vestri" og ég get eiginlega ekki annað en gúdderað þann titil.

And all the coloured girls go: Duduru-du-dudurududurudurudurudduru...

Takk fyrir mig Lou Reed!!!!!!!!

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Nærbuxnaleysi....

Það er margt sem kemur karlmönnum til. T.d lifa þeir sáttir í því óráði að allir kvenmenn séu lesbíur inn við beinið og þrái í raun ekkert annað en að glíma naktar við kynsystur sínar í bólinu. Allskyns múnderingar koma líka sterkar inn eins og: skólastelpan, hjúkkan, leðurlöggan, franska þernan o.s.frv. Svona gæti ég lengi haldið áfram að telja upp atriði og gæti verið að því í allan dag. En hey.. ég er ekki með neina fordóma hérna ( whatever turns you on guys.. ), en mér hefur lengi fundist fyndið og næstum furðulegt hvað allt fer úr skorðum hjá karlpeningnum útaf meintu nærbuxnaleysi hjá okkur stelpunum. Við dömurnar grípum stundum til þessa ráðs ef við kíkjum útá lífið að sleppa þessum ágæta nærfatnaði, sérstaklega ef um ræðir þröngan kjól eða pils. En Guð forð manni frá því að hitt kynið komist að því!! Það mun kosta mann mikið þref. Það er eins og heimur þeirra stoppi komist þeir að þessu. Strákgreyin verða líkt og þeir hafi komist að því að heimurinn sem þeir lifi í sé í raun Matrix og sannleikurinn sé nærbuxnaleysi. Nærbuxnalausi kvenmaðurinn er the one og ætti ekki að véfengja á einn né neinn hátt.
Ég spurði einn mætan bekkjabróður minn hvað það væri nákvæmlega sem gerði þá svona "spindegal" í návist nærbuxnaleysis og hann sagði mér að það væri einfaldlega það að skyndilega væri bara ein flík sem aðskildi þá frá "vinkonunni". "Ok fair enough" sagði ég ( þó mér fyndist þetta ekki meika neitt sens ), ég skil ekki afhverju þið eruð svona hrikalega veikir fyrir þessu...

..en eins og ég segi:
.. whatever turns you on my friends ;)

Kv. Erna Björi ( going commando )

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Allt að gerast...

Jebb það er ýmislegt í gangi sem ég hef ekki sagt ykkur. Ég er t.d hætt að vera miðbæjarrotta. Ég er nefnilega flutt alla leið uppí Árbæjinn í þessa líka fínu íbúð á annari hæð í Hraunbænum. Það er svona smá þrá í miðbæjinn en ég sakna þess þó ekki svo að kúldrast í 26fm holu þar sem ég þurfti að geyma fötin mín undir rúmi sökum plássleysis og klofa yfir klósettið til að komast í sturtu. Ég veit samt að ég á eftir að sakna þess rosalega mikið að geta ekki skotist til Láru bekkjarsystur í spjall ( Lára mín sorry en þú og Benni verðið að kaupa ykkur íbúð nálægt mér ). Sko það bjargaði síðasta vetri fyrir mér hvað Lára og Benni sáu vel um mig og ég vil hér með þakka þeim alveg heitt og innilega fyrir að hlúa svona vel að litlum aumum flækingsketti ÞIÐ ERUÐ YNDI!!!

Skrýtið samt hvað lífið manns er stundum kaflaskipt. Núna var ég að ljúka kaflanum um Laugarvatn og ég myndi nú ekkert vera að lesa hann sérstaklega til prófs. Hann leið bara fljótt hjá án einhverra sérstakra atburða. Svo er bara fullt framundan hjá mér: brúðkaup hjá Ólavíu frænku, Menningarnótt, Svíþjóð. Ég er sko að deyja úr spenningi að hitta bekkinn minn aftur!! Ég hitti tvo bekkjarfélaga mína þá Jens Karl og Birgi á Laugarveginum í dag og þeir voru svo mikil krútt eitthvað að labba þarna saman með sólskinsbrosið og öxl í öxl að ég varð að hlaupa til þeirra og knúsa þá smá. Síðan þegar ég kom heim þá kíkti ég á bekkjarbloggið okkar og sá að það er smá fjör að lifna við á þeim bæ þannig að það eru greinilega fleiri en ég sem eru spenntir að hittast í skólanum.

Ég veit að ég er búin að skuldbinda mig til að halda nokkur partý þar sem ég er flutt í mannsæmandi híbýli og ég skal hér með tilkynna það að ég mun standa við það ( no worries my friends ), fátt myndi gleðja mig meira en að fá að deila þessari íbúð með ykkur eina góða kvöldstund. Ég hef í raun aldrei búið svo vel að geta boðið fólki í almennilegt partý. Ég lét það þó ekki stöðva mig á einu Pizza Hut djammi árið 2002 (minnir mig) en þá bjó ég í herbergi á Hommahóteli og bauð u.þ.b 20 manns í eftirpartý. Þetta var ansi spaugilegt og það má með sanni segja að ég hafi gert garðinn frægan með þessari uppákomu, það var bara ekki þverfótað fyrir fólki hjá mér og þegar hóteleigandinn kom að leysa upp gleðskapinn gat hann ekki annað en glottað og hrist hausinn yfir þessari sjón sem mætti honum.
Mætti ég líka bæta við að það var ekki mitt partý sem hann kom til að leysa upp til að byrja með heldur þriggja manna gleðskapur í herberginu á móti mér. Ég passaði að allir hefðu hljótt inni hjá mér og hvísluðust á. Hóteleigandinn hefði ekki vitað af þessu partý nema ef hurðin hjá mér hefði ekki akkúrat opnast þegar hann var að hella sér yfir háværu nágranna mína ( djös óheppni maður ).

Það er kannski ekki svo galið að renna lauslega yfir það hvar ég hef búið síðan ég flutti í borgina það herrans ár 2000.

1) Háaleitisbraut 58:
Ég bjó í herbergi hjá Ernu ömmu og Jóni afa haustið 2000 til vorsins 2001.

2) Hringbraut 37:
Leigði íbúð með Védísi og Öllu vinkonum mínum í sumarið 2001. Búskapurinn gekk ekki betur en svo að við splittuðum seint um sumarið ( stelpur ég elska ykkur en við vorum ekki beint að gera góða hluti sem meðleigjendur ) Ég á samt góðar minningar frá þessu tímabili og sé ekki eftir neinu því vinskapurinn er enn til staðar og það skiptir öllu.

3) Ingólfsstræti 12 (??):
Herbergið fræga á Hommahótelinu. Það fór alveg merkilega vel um mig þarna á Ingólfsstrætinu og í rauninni var það bara sökum peningaleysis sem ég endaði aftur á Háaleitisbraut hjá ömmu og afa enn eina ferðina.

4) Portúgal ( veit ekki adressuna ): Ég og Lára vinkona mín frá Nasa lögðum í víking til Portúgal þar sem hún fann ástina en ég staldraði við stutt og tók flugvélina til annars útlands.

5) Svíþjóð-Karlskoga (Kilstavagen 66): Í heilt sumar (2002) bjó ég hjá systur minni og hennar familí þar sem ég vann fyrir mér sem þerna á hóteli. Þetta var yndislegur tími en föðurlandið kallaði og ég hélt heim í lok sumarsins.

6) Háaleitisbraut 58:
Endaði aftur í afa og ömmu-hreiðri og dvaldi þar til jóla.

7) Vestmannaeyjar- Áshamar 10:
Sökum óviðráðanlegra ástæðna endaði ég á Hótel Mömmu og dvaldi þar í 10 mánuði eða til haustsins 2003.

8) Bergþórugata 37 - 101 Reykjavík:
Sumir vilja kalla þetta sýnishorn af íbúð, aðrir kalla þetta einfaldlega herbergi en ég hef alltaf kallað þetta litlu íbúðarholuna mína á Beggugötunni. Núna er samverustundum mínum við Begguna senn að ljúka... Takk fyrir mig Begga mín!!

9) Árbær- Hraunbær 98:
Stelpan bara komin í þetta líka fína hreiður. Hraunbærinn og ég erum alveg að "konnekta" og ég hlakka til að verja mínum stundum hérna með sjálfri mér, vinum, vandamönnum, ættingjum og fleira skemmtilegu fólki sem ég hef ekki enn kynnst.

Skál fyrir því!!!!!!!!



mánudagur, ágúst 09, 2004

Halló alle mine vanner!

Sumrinu líkur (lýkur??) fljótlega og ég er farin að sjá skólann nálgast hratt og örugglega. Ekki að það sé slæmt því ég er farin að hlakka til haustsins, þá verða litirnir svo fallegir og ég á afmæli (víííí).

Margt hefur drifið á daga mína síðan síðast og ég nefni þá allra helst hina einu sönnu ÞJÓÐHÁTÍÐ!!! Þetta var án efa mín besta hátíð síðan 2001. Stemmarinn var gjörsamlega að drepa mig á sunnudagin.... í orðsins fyllstu merkingu því ég varð fyrir mjög stórum og drukknum Hollending sem kom fljúgandi niður brekkuna og straujaði mig á dansgólfið (mjög hressandi, spá í að fá númerið hans og biðja hann um að gera það aftur). Annars var margt annað sem hífði upp stuðið: Ego, flugeldar, gítarpartý í tjaldinu mínu, vín og villtar meyjar, Arni Johnsen, Mínus, veðrið sem hélt sig á mottunni og bara ALLT tengt Þjóðhátíðinni í ár. Ég þakka kærlega fyrir mig og vill benda þeim á sem hættir til að verða timbraðir að það er málið að blanda gin í vatn og sítrónusafa;)

Annars hef ég anski skondna sögu að segja frá, nokkuð sem gerðist í vinnunni:

Scene: Verslunin H-Sel á Laugarvatni.
Aðalpersónur: fjórar fagrar afgreiðsludömur, Erna Björk, Elín, Nanna og Nóa.
Aukapersónur: Ungt Gyðinga-par og fjórar ítalskar kellingar.

Það var bara einn af þessum látlausu dögum, sæmilegt að gera og veðrið var gott. Mjög mikið af Túrhestum. Svo kemur lítil ítölsk kelling askvaðandi inn og þá byrjaði fjörið.

Kellingin: Please! Please! We need petrol-eh, this car is in our way-eh (ítalskur hreimur sko).

-Við fögru afgreiðslustúlkurnar litum út í okkar makindum og sáum hinar vinkonur hennar veifa höndum og benda á bíl sem var lagt við eina dæluna.

Kellingin: Who´s car hah??
Nóa (ein af fögru afgreiðslustúlkunum)- yppir öxlum og hallar undir flatt: Sko.. ví dónt nó. Ðer ar só mení píból in ðe stor só jú djöst hef tú veit. Hérna, sko... or jú ken park on ðí oðer sæt of ðe pömp.

-Kellingin hristir hausinn ergilega og stormar inní búðina og galar yfir allt fólkið á sinn einstaklega ítalska hátt: Someone... plese move car-eh, is in the way-eh. White big car-eh!!!!!!!!!!
-Á meðan vorum við fögru afgreiðslustúlkurnar að reyna að útskýra fyrir kellingunni og vinkonum hennar að þær gætu vel snúið bílnum við og komið honum HINUM MEGIN við dælurnar.... þar sem big white car væri ekki.
Að lokum birtast eigendurnir og ekki skánaði það... Þetta voru ung Gyðingahjón, gaurinn var með kolluhúfuna og allt.

Gyðingagaur- mjög hógvær: Yes is there a problem with my car?
Kellingin- mjög æst: Yes you park this side, no petrol, we need to take.... WHY YOU PARK CAR THERE HEH??????!!!!
Gyðingagaur- starir á kellinguna opinmynntur: .........?

-Kellingin heldur áfram að romsa útúr sér óskiljanlegri bunu á orðum og blandar ítölski inní á milli um leið og hún dregur manngreyið útað bílnum hans. Á meðan fylgjumst við stelpurnar sposkar með aðförunum ásamt flestum öðrum kúnnum verslunarinnar. En jæja... bíllinn var færður, kellingarnar keyra bílinn sinn að dælunni, rjúka út til að setja bensín á gripinn og hvað haldiði??..... djöfuls bensínlokið var akkúrat hinummegin á bílskrattanum. Upphófust sömu handahreyfingar og orðarunur þannig þær minntu allra helst á gæsahóp á amfetamíni.
Eftir miklar tilfæringar hófst þetta allt saman að lokum og Gyðingahjónin gátu haldið áfram að versla á sinn hógværa hátt vitandi það að big white car væri ekki lengur fyrir einum né neinum... sérstaklega ekki blóðheitum ítölskum kellingum. Þegar þau komu síðan á kassann hjá mér að borga hristi gyðingagaurinn hausinn og sagði við mig: Pwhew! She really was a handfull.... reminds me of my grandmother, enougt said.

Gaman að þessum skondnu uppákomum hehehehehe ;)

Erna Björk kveður- over and out.