Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Her name was Lola.... she was a show-girl!!

Hvað er að ske??? Hvernig hangir það og allt það??? Há jú dúiiiin?
Ég hef náttúrulega ekki verið hér í netmenningunni í laaangan tíma núna. Ætli það sé ekki mánuður eða svo síðan ég bloggaði síðast. Ástæðan er einföld.... ég hef unnið núna stanslaust í 23 daga; yes the girl is loaded!!!... eða þannig hehehehe.

Annars er lítið að frétta sýnist mér. Dabbi kóngur er loksins að sýna sinn rétta lit, þ.e. rauða lit reiðinnar og Halldór undirlægja hans veit ekkert í hvorn fótinn hann á að stíga. Á meðan er stjórnarandstaðan alveg á suðupunkti því þau gera jú allt til að fá Davíð öfugan út.

Eníhú... það er allt búið að vera dandí hjá mér. Enginn prins á hvíta hestinum kom á Laugarvatn en það kom einu sinni Þjóðverji í hjólabuxum og hlýrabol og spurði hvort ég gæti sagt honum hvar Þingvellir væru... uuuuuhhhh, ekki það sama ha??..oh well:(
Svo er Þjóðhátíð í Eyjum handan við hornið og ég er bara nokkuð spennt. Ég held það verði stuð að heyra Mínus spila á sunnudagskvöldið eftir brekkusönginn eftir að við höfum átt reunion með Árna Johnsen. Síðan er ég að fara að leggjast í ferðalög næstu tvo mánuði. Ég mun kíkja til Svíþjóðar í surprise heimsókn til systur minnar og síðan til London í september (jibbý). Þið afsakið vonandi þetta bloggleysi mitt, maður er bara hálf sambandslaus þarna á Laugarvatni. Núna þarf ég reyndar að drífa mig ef ég á að koma á réttum tíma í vinnu.

Þangað til næst elskurnar mínar.....
Erna-mjólkurferna og ofurþerna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home