Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

sunnudagur, júlí 25, 2004

Heima er best.

Já það er heldur betur "næs" að koma á heimaslóðirnar og slappa ærlega af. Ég fór í sjötugs-afmæli hjá honum Væja frænda mínum í gær og skemmti mér alveg stórvel með skyldmennum mínum í góðri sveiflu. Ferðinni var heitið úr afmælinu á skemmtistaðinn Lundann (þann eina sanna). Þar dustaði ég af dansskónum og flaug um gólfið eins og vindurinn sjálfur. Nokkru seinna endaði ég í mínum fyrsta og vonandi eina Bitch figth! Já ég er orðinn slagsmálahundur.. ehh slagsmálatík. Ekki að ég nenni að tvíunda aðdragandann, hann var heimskulegur eins og aðdragandinn að öllum rifrildum og slagsmálum. Þetta náði ekki að enda í neinum alvarlegum ryskingum því stelpan sem ætlaði í mig var rifin af mér eftir eitt-tvö högg og engan sakaði. Það var bara gott að finna að maður hafði vini þarna í kringum sig sem "bökkuðu" mann upp og komu mér úr þessum aðstæðum.
Já næturlífið í Vestmannaeyjum er stórvarasamt. Ryskingar, orðablót, eiturlyf vaðandi um gólfinn, reyktir lundar fljúgandi um loftinn, bandbrjálaði eyjapeyjar og pysjur. Varið ykkur bara!!! ég ráðlegg ykkur sem ætla á Þjóðhátíð að koma vel varinn, það virkar ekkert betur en táragas og sjóðandi hamsatólg á þennan ólýð hérna í Vestmannaeyjum;)

Bestu kveðjur lömbin mín...
ég á ekki afturkvæmt úr þessu syndabæli.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home