Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

föstudagur, júlí 23, 2004

Góðan daginn, ég er með tilkynningu.

Kæra Byggingarfélag námsmanna.
Takk fyrir að hafna umsókn minni um námsmannaíbúð hjá ykkur og neyða mig til að dúsa í 26fm íbúð einn vetur í viðbót.
Kiss my ass..
Ykkar Erna Björk.

Núna er ég í Vestmannaeyjum hjá settinu. Pabbi tók á móti mér í gær þegar ég kom með Herjólfi og ég er hrædd um að ég hafi um það bil misst andlitið. Kallinn hafði tekið sig til og krúnurakað kollinn. Þið sem þetta lesið ættuð að vita þetta um hann föður minn, hann er einlægur hippi í sér og hefur harðneitað að fórna gullna lubbanum enda hefur hann verið hárprúður svo lengi sem ég man eftir mér. Hann og skipstjórinn tóku vís til rakvélina og létu lokkana fjúka eftir síðasta túr. Mamma var víst ekkert sérlega hress með þetta uppátæki en mér finnst alveg yndislegt að kallinn geti enn komið kellingunni á óvart eftir allan þennan tíma sem þau hafa verið gift.

Annars langaði mig bara að koma nokkrum tilgangslausum staðreyndum frá mér áður en ég kveð.
1) Ég er skírð í höfuðið á ömmu minni.
2) Ég vinn með stelpum sem heita Anna, Nanna, Gróa og Nóa.
3) Kennitalan mín er 081-018 (sem mér finnst hrikalega svalt)
4) Ég get ekki fyrir mitt litla líf borðað eða lyktað af ananas.
5) Fátt finnst mér ógeðfelldara á karlmanni heldur en nefhár sem gægjast út eins
og kóngulóarlappir.
6) Ef ég get ekki gifst Jude Law, þá skal ég kannski sætta mig við Hilmi Snæ.
7) Ég er hrikalega góð í þythokký.
8) Ég er skammarlega léleg í keilu.
9) Ég vil fá fleiri hrausta, flotta menn í Kennaraháskólann.
10) Ég þoli ekki þegar það er gripið um úlnliðinn á mér því ég fæ innilokunarkennd.

Finnst ykkur þið bara ekki þekkja mig miklu betur núna??

Adios amigos.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home