Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

laugardagur, júlí 31, 2004

Núna as we speak...

..er góðvinkona mín hún Jóhanna Eiríka á leið til mín með leiguflugi. Ég gat ekki látið vera að nefna þetta því hún hefur ÞVÍLÍKT haft fyrir þessari ferð og beðið núna í litla 8 tíma eftir því að komast hingað og beitt ýmsum krókaleiðum til að tryggja för sína. Klukkan er 06:50 og ég er nýkomin úr Dalnum, bekkjarbíllinn var nettur og ginið mitt var hressandi að vanda.
Persónulega legg ég til að við lyftum upp glösum fyrir Jóu (Jóhönnu Eríku) sem er í sinni einu sönnu leit af Þjóðarhátíðarandanum OG mun finnna hann næstu tvo sólarhringa. Eftir eina klukkustund mun ég fagna henni hingað á mitt heimili. Restin er óljós..... en ég er viss um að áfengi mun ylja okkur um hjatarætur.

This blogg goes to all my homies in 1-D, Kennó. Skááááááállll!!!!!!

sunnudagur, júlí 25, 2004

Heima er best.

Já það er heldur betur "næs" að koma á heimaslóðirnar og slappa ærlega af. Ég fór í sjötugs-afmæli hjá honum Væja frænda mínum í gær og skemmti mér alveg stórvel með skyldmennum mínum í góðri sveiflu. Ferðinni var heitið úr afmælinu á skemmtistaðinn Lundann (þann eina sanna). Þar dustaði ég af dansskónum og flaug um gólfið eins og vindurinn sjálfur. Nokkru seinna endaði ég í mínum fyrsta og vonandi eina Bitch figth! Já ég er orðinn slagsmálahundur.. ehh slagsmálatík. Ekki að ég nenni að tvíunda aðdragandann, hann var heimskulegur eins og aðdragandinn að öllum rifrildum og slagsmálum. Þetta náði ekki að enda í neinum alvarlegum ryskingum því stelpan sem ætlaði í mig var rifin af mér eftir eitt-tvö högg og engan sakaði. Það var bara gott að finna að maður hafði vini þarna í kringum sig sem "bökkuðu" mann upp og komu mér úr þessum aðstæðum.
Já næturlífið í Vestmannaeyjum er stórvarasamt. Ryskingar, orðablót, eiturlyf vaðandi um gólfinn, reyktir lundar fljúgandi um loftinn, bandbrjálaði eyjapeyjar og pysjur. Varið ykkur bara!!! ég ráðlegg ykkur sem ætla á Þjóðhátíð að koma vel varinn, það virkar ekkert betur en táragas og sjóðandi hamsatólg á þennan ólýð hérna í Vestmannaeyjum;)

Bestu kveðjur lömbin mín...
ég á ekki afturkvæmt úr þessu syndabæli.

föstudagur, júlí 23, 2004

Góðan daginn, ég er með tilkynningu.

Kæra Byggingarfélag námsmanna.
Takk fyrir að hafna umsókn minni um námsmannaíbúð hjá ykkur og neyða mig til að dúsa í 26fm íbúð einn vetur í viðbót.
Kiss my ass..
Ykkar Erna Björk.

Núna er ég í Vestmannaeyjum hjá settinu. Pabbi tók á móti mér í gær þegar ég kom með Herjólfi og ég er hrædd um að ég hafi um það bil misst andlitið. Kallinn hafði tekið sig til og krúnurakað kollinn. Þið sem þetta lesið ættuð að vita þetta um hann föður minn, hann er einlægur hippi í sér og hefur harðneitað að fórna gullna lubbanum enda hefur hann verið hárprúður svo lengi sem ég man eftir mér. Hann og skipstjórinn tóku vís til rakvélina og létu lokkana fjúka eftir síðasta túr. Mamma var víst ekkert sérlega hress með þetta uppátæki en mér finnst alveg yndislegt að kallinn geti enn komið kellingunni á óvart eftir allan þennan tíma sem þau hafa verið gift.

Annars langaði mig bara að koma nokkrum tilgangslausum staðreyndum frá mér áður en ég kveð.
1) Ég er skírð í höfuðið á ömmu minni.
2) Ég vinn með stelpum sem heita Anna, Nanna, Gróa og Nóa.
3) Kennitalan mín er 081-018 (sem mér finnst hrikalega svalt)
4) Ég get ekki fyrir mitt litla líf borðað eða lyktað af ananas.
5) Fátt finnst mér ógeðfelldara á karlmanni heldur en nefhár sem gægjast út eins
og kóngulóarlappir.
6) Ef ég get ekki gifst Jude Law, þá skal ég kannski sætta mig við Hilmi Snæ.
7) Ég er hrikalega góð í þythokký.
8) Ég er skammarlega léleg í keilu.
9) Ég vil fá fleiri hrausta, flotta menn í Kennaraháskólann.
10) Ég þoli ekki þegar það er gripið um úlnliðinn á mér því ég fæ innilokunarkennd.

Finnst ykkur þið bara ekki þekkja mig miklu betur núna??

Adios amigos.

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Her name was Lola.... she was a show-girl!!

Hvað er að ske??? Hvernig hangir það og allt það??? Há jú dúiiiin?
Ég hef náttúrulega ekki verið hér í netmenningunni í laaangan tíma núna. Ætli það sé ekki mánuður eða svo síðan ég bloggaði síðast. Ástæðan er einföld.... ég hef unnið núna stanslaust í 23 daga; yes the girl is loaded!!!... eða þannig hehehehe.

Annars er lítið að frétta sýnist mér. Dabbi kóngur er loksins að sýna sinn rétta lit, þ.e. rauða lit reiðinnar og Halldór undirlægja hans veit ekkert í hvorn fótinn hann á að stíga. Á meðan er stjórnarandstaðan alveg á suðupunkti því þau gera jú allt til að fá Davíð öfugan út.

Eníhú... það er allt búið að vera dandí hjá mér. Enginn prins á hvíta hestinum kom á Laugarvatn en það kom einu sinni Þjóðverji í hjólabuxum og hlýrabol og spurði hvort ég gæti sagt honum hvar Þingvellir væru... uuuuuhhhh, ekki það sama ha??..oh well:(
Svo er Þjóðhátíð í Eyjum handan við hornið og ég er bara nokkuð spennt. Ég held það verði stuð að heyra Mínus spila á sunnudagskvöldið eftir brekkusönginn eftir að við höfum átt reunion með Árna Johnsen. Síðan er ég að fara að leggjast í ferðalög næstu tvo mánuði. Ég mun kíkja til Svíþjóðar í surprise heimsókn til systur minnar og síðan til London í september (jibbý). Þið afsakið vonandi þetta bloggleysi mitt, maður er bara hálf sambandslaus þarna á Laugarvatni. Núna þarf ég reyndar að drífa mig ef ég á að koma á réttum tíma í vinnu.

Þangað til næst elskurnar mínar.....
Erna-mjólkurferna og ofurþerna.