Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

þriðjudagur, júní 15, 2004

Vá vá vú vá vá maður!!!

Hvað er í gangi er kellingin að blogga TVO DAGA Í RÖÐ?????? Sussu sei sei. Nei ég þaut aftur í bæjinn. Bæði til að heilsa upp á gamla settið og kíkja í bíó.

Af mömmu er að frétta allt ágætt. Læknirinn sendi hana heim með gula spjaldið því nú þarf frúin að hætta að reykja. Að sjálfsögðu styð ég (ásamt mörgum öðrum) hana heilshugar í því og segi bara áfram mamma!!!!! you can do it!

Bíómyndin sem ég kíkti á í kvöld var líka snilldin ein og ég verð formlega að mæla með henni hér. Myndin heitir ...... hmmm já hvað heitir hún??? Eitthvað bla- eitthvað- spotless mind. Jim Carrey og Kate Winslet leika aðalhlutverkin og hún er barasta mergjuð í alla staði. Það er svo gaman að fara í bíó og láta koma sér á óvart með frumlegheitum og 100% skemmtun.

Já lömbin mín ég er annars bara í góðu ralli hérna með henni Siggu (ská- næstumþví- frænku minni) og tveim góðum herrum sem heita Herra Egill og Herra Gull. Saman mynda þeir ansi skemmtilega afþreyingu sem er flestum Íslendingum yfir tvítugu kunn.

Að lokum vil ég auglýsa bloggsíðu besta vinar míns hérna. Enginn annar en Ástþór Ágústsson bassaköggull og heljarmenni með meiru, er komin með bloggsíðu og þar sem Macin minn býður ekki uppá neina skemmtilega fítusa fyrir mig að nota þegar ég blogga eins og að birta myndir eða búa til link inná aðrar síður þá verð ég bara að gefa ykkur upp lénið að síðunni: wwww.frizbee.blogspot.com

Love you man

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home