Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

sunnudagur, júní 13, 2004

Hélduð þið nokkuð að ég væri dauð???

Nei ég er svo aldeilis ekki dauð í öllum æðum en það verður bara að segjast að ég hef lítið sem ekkert vafrað um netið síðan ég lenti á Laugarvatninu góða. Ég er í stuttu kvöldstoppi hérna í bænum því að móðir mín kær var lögð inná spítala í gær og verður þar allaveganna þar til á morgunn ef ekki lengur. Þaö er ekkert vitað hvað er að en hún náði ekki andanum og eitthvað svoleiðis fjör. Vonandi er þetta ekkert alvarlegt en ég ákvað nú að vera góð dóttir og heimsækja kellinguna svo henni leiddist nú ekki um of (enda var pabbi búinn með alla bestu brandarana og hann var alveg ráðalaus karlinn).

Annað í fréttum er að ég flýg út til London næsta fimmtudag og verð fram á mánudag. Ég er að aðalega að fara að hitta Védísi og Díönnu og djamma og dansa með hressu liði. Ég er svo spennt að fara að ég minni helst á mjög svo þreytandi Joey á leið til London í fyrsta skipti. Ég hef meira að segja lofað sjálfri mér að kaupa svona London hatt ef ég sé hann (en ég held ég gangi ekki með hann þó hehehehe).

Jæja elskurnar ég verð að þjóta uppá spítala til mömmu minnar. Mér þykir afskaplega leiðinlegt að geta ekki spjallað meira en þetta en bráðum kemur betri tíð með blóm í haga. Næst þegar þið heyrið frá mér verður örugglega næst í viku þegar ég verð nýkomin frá London baby og þá verða sko sagðar sögur. ÉG LOFA!!!

Ég sakna ykkar allra vina minna:D

LONDON BABY!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home