Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

föstudagur, júní 25, 2004

Úffff úfff úffff greeeeyið Beckham!!!!!

Jahér hver hefði trúað því að ég hefði tekið mig til og horft á fótboltaleik já FÓTBOLTALEIK sagði ég!!! Ég gat bara ekki látið þessa fáránlega spennandi viðureign framhjá mér fara. Við erum að tala um það að ég hrópaði, bölvaði, öskraði, hæ-fævaði og ALLT!!! Og þegar Beckham klúðraði vítaspyrnunni svona hrikalega þá hugsaði ég bara með mér: greeeeeeeeyið hann Beckham, ég veit ekki hvort hann kysi frekar að Posh yfirgæfi hans stinna rassgat eða endurtaka svona ömurlegt moment aftur á innan við viku.

En jæja út í aðra sálma. Ekki skjóta mig fyrir að viðra þessa hugsun mína en hún viðkemur samskiptum kynjanna. Er einhver sem getur útskýrt þessi samskipti kynjanna fyrir mér?? Höfum við samskipti yfir höfuð?? Ég ætla mér ekkert að hvítþvo okkur kvenfólkið við getum verið ansi lævísar læður þegar við tökum okkur til. En mér þykir augljóst samt sem áður að karlmenn og kvenmenn eiga nákvæmlega enginn samskipti. Það kom svo klárlega fram síðast þegar ég var á Hverfis (sem ég er með ógeð af nota bene). Það settist gaur við hliðina á mér og Jóu vinkonu og við vorum í miðjum samræðum. Ég horfi á hann og sé hann horfa glottandi á mig með "Mojo-ið" í gangi, en ég snéri mér bara frá honum og hélt áfram að tala um þarft málefni við Jóu. Cirka 2 mínútum seinna er pikkað í öxlina á mér og var það þessi gláp-glottandi-gaur enn eina ferðina. "Fyrirgefðu" segir gaurinn móðgaður "en finnst þér ekki að þú ætti að gefa mér sjéns hérna"???"Ég sest við hliðina á þér og þú talar ekki einu sinni við mig, þú verður að tala við manneskju sem sest við hliðina á þér". Ég gat bara ekki annað en hlegið. "Nei" sagði ég " það er nefnilega málið elskan mín, ég tala við þá sem mér nákvæmlega sýnist og nú er ég að tala við vinkonu mína sem ég hef ekki séð lengi, þá hef ég ekki áhuga að tala við fullan gaur sem ég þekki ekki og langar ekki að þekkja". Mjög svo bitur og móðgaður útí þessa hræðilegu rauðhærðu norn stendur glott-gaurinn á fætur og gerir sig reiðubúinn til að ganga á brott. Hann staldraði þó aðeins við og leit síðan aftur á mig og sagði "Hérna á ég að ná í eitthvað handa þér á barnum". Ég sagði honum pent- hátt og hvellt NEI!! Og þar með losnaði ég loksins við hann.

Strákar plís segið mér og sýnið að þið þið séuð með meira hugmyndaflug en þetta við að heilla kvenmann.
No1: bjóðið okkur endilega drykk en ég ætla ekki að fullyrða að það veiti ykkur hylli þeirrar dömu ( í 80% tilfella gerist stelpan skyndilega lesbísk og stingur af. Its ðí óldest trikk in ðe búkk).
No2: drepur það ykkur að vera herramenn? Herramennska er ekki nafn á maurategund í Amason! Lesið ykkur til um hana plís!
No3: Það er ekki sjálfgefið að daman hafi áhuga þó þið hafið gert ykkur það ómak að tala við hana og sýna að "Tarzan likes Jane hooh hooh hooooooh". Ef hún sýnir ekki áhuga skulið þið taka því eins og menn, þ.e.a.s. ekki persónulega og ekki sem merki um að daman sé merkileg með sig eða á túr (svo gamalt og þreytt).
no4: Drop the attitude. Ef þér finnst stelpa sæt og langar að tala við hana þá skaltu brosa fallega til hennar og kynna þig, ekki standa í fjarlægð og góna á hana eins og hungruð hýena.
no5: Gildir um dömur og herra. EKKI- DREKKA- Í- YKKUR- KJARK!!!! ÞAÐ ENDAR ÖMURLEGA Í 99% TILFELLA, belive you me. Nú tala ég sem gerandi og þolandi;)

Æji ég varð bara að koma þessu frá mér... fjúúúúffff mér líður mun betur.

Jæja en elskið friðinn og strjúkið kviðinn. Við erum öll falleg og einstök.

Takk fyrir að lesa, Erna Björk.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home