Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

þriðjudagur, júní 29, 2004

Murder on the dancefloor?????????????

Nei aldeilis ekki! Það er enginn morðingi á dansgólfinu en það býr hinsvegar morðingi ÞREM HÚSUM FYRIR NEÐAN MIG EÐA SVO!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Já ég var í mínum makindum að fletta einu nýbökuðu brakandi DV (Dagblaðið Vísir) og mér brá nú meira en lítið þar sem forsíðufréttin var um ákveðin mann sem gerðist sekur um þann glæp og boðorðsbrot að myrða aðra manneskju fyrir níu árum síðan. Hann ku vera til húsa á Beggugötunni minni, litlu sætu miðbæjarrottugötunni minni:( Þessi frétt æpti eitthvað svo á mig: ERNA ÞAÐ ER MORÐÓÐUR GEÐKLOFI NÁGRANNI ÞINN!! DANGER, DANGER, DANGER!!!! og mér leið skyndilega eins og heimilið mitt væri jarðsprengjusvæði sem ekki væri óhætt að stíga inná. En ég róaði mig nú fljótlega niður. Maður veit náttúrlega aldrei hvaða vitleysingar búa í nágrenni manns eða hvað vitleysinga maður hittir yfir höfuð á sinni lífsleið þannig að ég vogaði mér alla leið hingað í íbúðina mína og hún er nokkuð secure held ég bara ( annars megið þið strákar alveg koma og passa mig fyrir þessari ógn sem ég bý við;) ).

Ha det sa bra mine vanner!!!!!!!!!
Erna litla... skjalfandi í borg óttans as always.

föstudagur, júní 25, 2004

Úffff úfff úffff greeeeyið Beckham!!!!!

Jahér hver hefði trúað því að ég hefði tekið mig til og horft á fótboltaleik já FÓTBOLTALEIK sagði ég!!! Ég gat bara ekki látið þessa fáránlega spennandi viðureign framhjá mér fara. Við erum að tala um það að ég hrópaði, bölvaði, öskraði, hæ-fævaði og ALLT!!! Og þegar Beckham klúðraði vítaspyrnunni svona hrikalega þá hugsaði ég bara með mér: greeeeeeeeyið hann Beckham, ég veit ekki hvort hann kysi frekar að Posh yfirgæfi hans stinna rassgat eða endurtaka svona ömurlegt moment aftur á innan við viku.

En jæja út í aðra sálma. Ekki skjóta mig fyrir að viðra þessa hugsun mína en hún viðkemur samskiptum kynjanna. Er einhver sem getur útskýrt þessi samskipti kynjanna fyrir mér?? Höfum við samskipti yfir höfuð?? Ég ætla mér ekkert að hvítþvo okkur kvenfólkið við getum verið ansi lævísar læður þegar við tökum okkur til. En mér þykir augljóst samt sem áður að karlmenn og kvenmenn eiga nákvæmlega enginn samskipti. Það kom svo klárlega fram síðast þegar ég var á Hverfis (sem ég er með ógeð af nota bene). Það settist gaur við hliðina á mér og Jóu vinkonu og við vorum í miðjum samræðum. Ég horfi á hann og sé hann horfa glottandi á mig með "Mojo-ið" í gangi, en ég snéri mér bara frá honum og hélt áfram að tala um þarft málefni við Jóu. Cirka 2 mínútum seinna er pikkað í öxlina á mér og var það þessi gláp-glottandi-gaur enn eina ferðina. "Fyrirgefðu" segir gaurinn móðgaður "en finnst þér ekki að þú ætti að gefa mér sjéns hérna"???"Ég sest við hliðina á þér og þú talar ekki einu sinni við mig, þú verður að tala við manneskju sem sest við hliðina á þér". Ég gat bara ekki annað en hlegið. "Nei" sagði ég " það er nefnilega málið elskan mín, ég tala við þá sem mér nákvæmlega sýnist og nú er ég að tala við vinkonu mína sem ég hef ekki séð lengi, þá hef ég ekki áhuga að tala við fullan gaur sem ég þekki ekki og langar ekki að þekkja". Mjög svo bitur og móðgaður útí þessa hræðilegu rauðhærðu norn stendur glott-gaurinn á fætur og gerir sig reiðubúinn til að ganga á brott. Hann staldraði þó aðeins við og leit síðan aftur á mig og sagði "Hérna á ég að ná í eitthvað handa þér á barnum". Ég sagði honum pent- hátt og hvellt NEI!! Og þar með losnaði ég loksins við hann.

Strákar plís segið mér og sýnið að þið þið séuð með meira hugmyndaflug en þetta við að heilla kvenmann.
No1: bjóðið okkur endilega drykk en ég ætla ekki að fullyrða að það veiti ykkur hylli þeirrar dömu ( í 80% tilfella gerist stelpan skyndilega lesbísk og stingur af. Its ðí óldest trikk in ðe búkk).
No2: drepur það ykkur að vera herramenn? Herramennska er ekki nafn á maurategund í Amason! Lesið ykkur til um hana plís!
No3: Það er ekki sjálfgefið að daman hafi áhuga þó þið hafið gert ykkur það ómak að tala við hana og sýna að "Tarzan likes Jane hooh hooh hooooooh". Ef hún sýnir ekki áhuga skulið þið taka því eins og menn, þ.e.a.s. ekki persónulega og ekki sem merki um að daman sé merkileg með sig eða á túr (svo gamalt og þreytt).
no4: Drop the attitude. Ef þér finnst stelpa sæt og langar að tala við hana þá skaltu brosa fallega til hennar og kynna þig, ekki standa í fjarlægð og góna á hana eins og hungruð hýena.
no5: Gildir um dömur og herra. EKKI- DREKKA- Í- YKKUR- KJARK!!!! ÞAÐ ENDAR ÖMURLEGA Í 99% TILFELLA, belive you me. Nú tala ég sem gerandi og þolandi;)

Æji ég varð bara að koma þessu frá mér... fjúúúúffff mér líður mun betur.

Jæja en elskið friðinn og strjúkið kviðinn. Við erum öll falleg og einstök.

Takk fyrir að lesa, Erna Björk.

þriðjudagur, júní 22, 2004

Ó vá London I love you!!

Já mikið rétt ég er komin á klakann aftur eftir eina bestu helgi ævi minnar. Hér er partur úr ferðadagbók minni.

Fimmtudagur:
Eros sótti mig á Stansted flugvöll og þrem tímum seinna var ég á klúbb sem heitir Elyssium með Védísi, Díönu, Evu, Eros, Greg, Hilmari, Róbert og David. Þar stoppaði ég nú stutt því ferðahöfuðverkurinn tók völd af mér og neyddi mig til að drífa mig undir sæng og sofa. Klúbburinn var hvorteðer ekkert að heilla mig sérlega þessa stundina því verðið á barnum var eins og á börunum hérna heima og krakkarnir voru flestir hauslausir af drykkju meðan ég var edrú (no need to worrie ég átti eftir að setja mitt drykkjumark á London seinna í ferðinni).

Föstudagur:
Ég vaknaði um hádegi og fór með Eros í eina allsherjar túristaferð um London. Ég verð að segja að hápunkturinn fyrir mig var Big Ben, Trafalgar Squeare og síðan Picadilly Circus. Við skoðuðum líka margt, margt, maaaaaaaargt fleira og eftirminnileg er ostabúðin sem við stoppuðum í á einni hliðargötunni. Lyktin þarna inni minnti mig á viðbjóðslegar táfýlur af öllum gerðum. Svo sagði Eros að ég yrði nú að smakka einn ákveðin ost sem heitir Stinking Bishop.... hafið þið ímyndað ykkur hvernig það er að éta tásveppi??? já ég held ég geti gert mér það í hugarlund eftir að hafa prófað þennan viðbjóðslega fjanda!

Laugardagur:
Það var þennan dag sem ég flaggaði víkingageninu mínu. Án þess að gera mér grein fyrir því að það voru ár og aldir síðan ég datt síðast í það þá stútaði ég rauðvínsflösku með bestu lyst áður en ég fór á lífið með krökkunum. Við fórum inná þrjá heitustu klúbbana í London og þeir runnu allir í eitt hjá mér. Ég var hreint út sagt "pissed" og hefði ekki þekkt Britney Spears þó hún hefði komið uppað mér og boðið mér í glas. Krakkarnir lýstu þessu mjög vel.... ég var skælbrosandi, ósamræðuhæf og lét eins og ég væri að leika aðalhlutverkið í Dirty Dancing, nærstöddum til mikillar lukku. Ég var líka mjög sannfærð um að ég gæti gert dansspor sem ég hef séð Beyonce Knowles taka svo listavel í sjónvarpinu. Afleiðingarnar urðu marbletturinn sem ég ber svo stolt á vinstri rasskinn eftir að ég húrraði aftur fyrir mig og lenti á tröppu. Svona getur maður verið hrikalega bjartsýnn;)

Sunnudagur:
Þetta var síðasti heili dagurinn minn í London og mín beið surprise sem Eros hafði undirbúið handa mér. Við keyrðum tvo tíma fyrir utan London og á leiðinnni sofnaði ég. Þegar við komum á áfangastað sá ég að við vorum útí sveit um miðja nótt. Þá hófum við göngu ásamt mörgum öðrum sem voru þarna í sama tilgangi og við. Ég vissi enn ekkert hvað var í gangi fyrr en að mér birtist sýn sem mér er kunnugleg en aðeins á mynd í bókum. STONEHENGE blasti við mér í allri sinni dýrð og þúsundir manna inní því og í kringum það. Vanalega verður maður að horfa á Stonhenge frá girðingu sem er strengd í kringum það en núna mátti fólk labba uppap steinunum og snerta þá... þessvegna príla á þeim. Ástæðan??: það voru sumarsólstöður og á hverju ári er haldin hátíð þar sem allir koma saman til að sjá sólina koma upp. Það var svolítið hippalegur blær yfir þessu... fólk útum allt að hugleiða, reykja, spila á trommmur og panflautur. En þarna var líka ósköp venjulegt fólk inná milli, sumir með heilu fjölskyldurnar í eftirdragi, aðrir frá hvaðanæva úr heiminum til þess eins að verða vitni af þessu undri. Það var mögnuð reynsla að sjá sólina koma upp klukkan fjögur um morguninn hjá Stonehenge og heyra fólk fagna og hrópa, manni fannst skyndilega eins og heimurinn værir fullkomin og að ekkert gæti breytt því. Svo lögðum ég og Eros okkur í bílnum hans í nokkrar klukkustundir áður en við brunuðum heim á leið mjöööööög þreytt og úldin.

Þessvegna er ég mjög þreytt núna enda hef ég sofið lítið sem ekkert síðan á laugardagsnóttina. Þið verðið líka að afskaka allar stafsetnga-eða málfræðivillur hjá mér því ég er orðin rangeygð í orðsins fyllstu merkingu (úff). Ég varð bara að deila þessari frábæru ferð með ykkur í grófum dráttum.

Svefnpurkukveðjur.....Erna Björk ZZZZZZZzzzz-ZZZZZZZzzzz........

þriðjudagur, júní 15, 2004

Vá vá vú vá vá maður!!!

Hvað er í gangi er kellingin að blogga TVO DAGA Í RÖÐ?????? Sussu sei sei. Nei ég þaut aftur í bæjinn. Bæði til að heilsa upp á gamla settið og kíkja í bíó.

Af mömmu er að frétta allt ágætt. Læknirinn sendi hana heim með gula spjaldið því nú þarf frúin að hætta að reykja. Að sjálfsögðu styð ég (ásamt mörgum öðrum) hana heilshugar í því og segi bara áfram mamma!!!!! you can do it!

Bíómyndin sem ég kíkti á í kvöld var líka snilldin ein og ég verð formlega að mæla með henni hér. Myndin heitir ...... hmmm já hvað heitir hún??? Eitthvað bla- eitthvað- spotless mind. Jim Carrey og Kate Winslet leika aðalhlutverkin og hún er barasta mergjuð í alla staði. Það er svo gaman að fara í bíó og láta koma sér á óvart með frumlegheitum og 100% skemmtun.

Já lömbin mín ég er annars bara í góðu ralli hérna með henni Siggu (ská- næstumþví- frænku minni) og tveim góðum herrum sem heita Herra Egill og Herra Gull. Saman mynda þeir ansi skemmtilega afþreyingu sem er flestum Íslendingum yfir tvítugu kunn.

Að lokum vil ég auglýsa bloggsíðu besta vinar míns hérna. Enginn annar en Ástþór Ágústsson bassaköggull og heljarmenni með meiru, er komin með bloggsíðu og þar sem Macin minn býður ekki uppá neina skemmtilega fítusa fyrir mig að nota þegar ég blogga eins og að birta myndir eða búa til link inná aðrar síður þá verð ég bara að gefa ykkur upp lénið að síðunni: wwww.frizbee.blogspot.com

Love you man

sunnudagur, júní 13, 2004

Hélduð þið nokkuð að ég væri dauð???

Nei ég er svo aldeilis ekki dauð í öllum æðum en það verður bara að segjast að ég hef lítið sem ekkert vafrað um netið síðan ég lenti á Laugarvatninu góða. Ég er í stuttu kvöldstoppi hérna í bænum því að móðir mín kær var lögð inná spítala í gær og verður þar allaveganna þar til á morgunn ef ekki lengur. Þaö er ekkert vitað hvað er að en hún náði ekki andanum og eitthvað svoleiðis fjör. Vonandi er þetta ekkert alvarlegt en ég ákvað nú að vera góð dóttir og heimsækja kellinguna svo henni leiddist nú ekki um of (enda var pabbi búinn með alla bestu brandarana og hann var alveg ráðalaus karlinn).

Annað í fréttum er að ég flýg út til London næsta fimmtudag og verð fram á mánudag. Ég er að aðalega að fara að hitta Védísi og Díönnu og djamma og dansa með hressu liði. Ég er svo spennt að fara að ég minni helst á mjög svo þreytandi Joey á leið til London í fyrsta skipti. Ég hef meira að segja lofað sjálfri mér að kaupa svona London hatt ef ég sé hann (en ég held ég gangi ekki með hann þó hehehehe).

Jæja elskurnar ég verð að þjóta uppá spítala til mömmu minnar. Mér þykir afskaplega leiðinlegt að geta ekki spjallað meira en þetta en bráðum kemur betri tíð með blóm í haga. Næst þegar þið heyrið frá mér verður örugglega næst í viku þegar ég verð nýkomin frá London baby og þá verða sko sagðar sögur. ÉG LOFA!!!

Ég sakna ykkar allra vina minna:D

LONDON BABY!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!