Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

mánudagur, maí 03, 2004

Um almenningssalerni!

Rétt í þessu voru að skapast ansi hreint heitar umræður um notkun almenningsalerna og hverju má skila í þau og hverju ekki. Ónefnd bekkjarsystir mín tilkynnti stolt að hún hefði verið að gera nr.2 (sumsé kúka) í klósettið hérna uppí Kennó og þá gall hátt í annari ónefndri bekkjarsystur "oj bara, ertu biluð?? maður kúkar ekki í almenningsklósett!!!". Nú bekkjarsystur okkar, sem var svo brátt í brók, kærði sig kollótta og ég var henni sammála. Ekki sé ég neitt athugavert við það að hægja sér í klósett (sama hvar þau eru). Klósettin eru til úrgangslosunar og þarna ofaní fer allskonar úrgangur ÚR ÖLLUM HUGSANLEGUM LÍKAMSGÖTUM. Því miður vorum ég og þessi ágæta bekkjarsystir mín í minnihluta því fleiri anti-sauristar risu upp á móti okkur og til voru teknar fleiri ástæður þess hversu ÓGEÐSLEGT það er að kúka í almenningsklósett. T.d var vitnað í bremsuförin sem vilja myndast í klósettskálina hjá sumum og lykt sem stundum finnst ef meltingin er að klikka og loðir sumstaðar við í marga daga að virðist o.s.frv.

SKO .... svona er náttúran börnin mín. Og þú ert hvorteðer að sitja í rassafarinu á manneskjunni sem sat á kamrinum á undan þér,,,sama hvað hún var að aðhafast. Síðan finnst mér bara miklu ógeðslegra þegar maður sest á klósettskálina og einhver óhittinn karlmaður hefur skvett vel á setuna. Það eru miklu meiri sýklar í því. Að því ógleymdu að það er óhollt að halda of lengi í sér. Það fer illa með þarmana og þú bíður hættunni heim í formi illþefjandi gaslosunar, hægðartregðu, gyllinæðar og verstu hugsanlegu afleiðingar : Krabbameins!!

Hugsið því vel um meltinguna krakkar mínir. Drekkið vatn, borðið trefjar og HLÝÐIÐ KALLI LÍKAMA YKKAR. Bara svo það sé á hreinu ... þá er klósettið mitt gert fyrir þvaglát og saurlát, bæði fyrir mig og gesti mína!

Við gerum þetta öll - stelpur og strákar.
Kveðjur frá Ernu Björk - gerist varla pólitískari en þetta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home