Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

laugardagur, maí 01, 2004

Jæja þá er ég mætt aftur á svæðið:)

Í gær lauk einni all-svakalegri skólaviku hjá mér og bekkjarfélögum mínum. Það var síðasti kennsludagur fyrir próf í gær og við lukum þeim degi með stóru lokaverkefni sem við höfum unnið að undanfarið. Í hádeginu skelltum við upp matarveislu og nutum þess að borða og spjalla saman í rólegheitunum. Á næstu önn mun þessi bekkur splittast í sundur og förum við öll á sitthvert kjörsviðið. Mér finnst það mjög leiðinlegt því þessi bekkur sem ég er í þarna uppí skóla er alveg sér á báti og við höfum verið kölluð "skemmtilegi" bekkurinn af skólafélögum okkar:D Þessvegna vil ég þakka þakka bekknum mínum formlega fyrir frábært skólaár, ég á eftir að sakna þess mikið að sitja ekki með ykkur í bekk og ég hlakka til að standa við hlið ykkar þegar við útskrifumst saman eftir 2. ár.

Ég fór líka á mitt fyrsta kojufyllerý í gærkvöldi. Eftir skóla fór ég heim til Láru bekkjarsystur og við pöntuðum okkur pizzu. Við opnuðum okkur síðan bjór yfir sjónvarpinu og drukkkum af bestu list (samt aðallega ég,,hehehe). Seinna um kvöldið kíktu Jóa og Iðunn úr bekknum líka á okkur og við sátum allar uppí rúmi hjá Láru og spjölluðum og hlógum (og ég drakk meiri bjór). Ég var því orðin ansi brött á því þarna í lokin. Orðin málglöð og farin að plana Þjóðhátíðina langt fram í tímann. Svo þegar Jóa og Iðunn voru farnar og Lára sofnuð þá ætlaði ég sko heldur betur að skella mér á fætur og drífa mig í bæjinn að dansa.....sú hugsun náði ekki lengra en það að ég steinsofnaði með símann mér við hönd. Bensínið var alveg búið og bjórvíman hafði yfirhöndina.

Þið sem eruð á leið í vor-prófin eða eruð að klára...gangi ykkur vel.
Bestu kveðjur
Erna Björk

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home