Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

mánudagur, maí 10, 2004

Allir saman nú energí og trú, og síðan ekki söguna meir!!!!!

Ég varð bara að hefja þessi skrif með því að deila þessu stuðmannalagi með ykkur sem hefur ómað í höfði mínum síðustu klukkustundirnar. Hvernig það komst uppí höfuð mitt veit ég eigi, en það situr pikkfast samt sem áður.

Síðan er ég með tilkynningu. Hér með er ég komin með háskólagráðu í stærðfræði og það er næstum grátbroslegt með tilliti til einkunarinnar sem mér hlotnaðist. Ekki að hún hafi verið slæm ... langt í frá, heldur taldi ég mig illilega fallna eða nærri því. Síðan þegar ég og bekkjarsystur mínar örkuðum af stað til að skoða stöðu mála brá mér heldur í brún. Haldið þið bara að pían hafi ekki neglt í 8 í lokaeinkunn sem þýðir að ég fékk 9 í prófinu sjálfu!!!! Svona getur maður verið svakalega mikill kjáni.

Annars sit ég hérna í góðu atlæti með pastasalat með mér við hlið. Þeir í 10-11 eru soddan snillar að hafa þennan líka fína salatbar og samlokubar fyrir okkur letiblóðin sem ekkert nenna að elda sér. Ég held ég fái mér að éta þarna að meðaltali 3-4 sinnum í viku (enda elda ég mér náttla aldrei neitt).

Jæja bækurnar kalla á mig eins og hungraðir fuglsungar ... best að sinna þeim. Mætti ég bara nefna í lokin að ykkur er guðsvelkomið að bulla meira í gestabókina mín ef ykkur sýnist svo því að allir íslenzku stafirnir hafa dottið út, sem þýðir að allar færslur eru í tómu tjóni eða ónýtar.

Stærðfræði-kveðjur frá Ernu Björk- 9 dagar í Laugarvatn:)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home