Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

fimmtudagur, maí 27, 2004

How do you do my friends!?

Nú hef ég unnið á Kaupfélaginu H-seli í sex daga og get nú bara sagt að ég uni mér vel þarna. Við stelpurnar á H-seli höfum verið í miklum vorhreingerningum sem náðu sögulegu hámarki í gær þegar ég fór út og þreif frárennsli-dæmið á bílaplaninu og sópaði það, þreif gluggana að utan og réðst á ískápinn inná kaffistofunni ásamt Önnu Kristínu. Það var augljóst að ekki hafði verið litið inní þann grip í laaaaaangan tíma. Þar fundum við gúrku með hvítum og gráum strípum, súra-súrari-súrasta mjólk, allskonar osta, allskonar mat í Tupperware og svo var my favorite .... dularfullur pottur aftast í ískápnum, ofaní honum hafði heil þjóð myndast sem var svo þróuð að íbúar hennar höfðu myndað eigin ríkisstjórn sem var á móti fjölmiðlafrumvarpinu og allt. Manngæska mín var ekki meiri en svo að ég sturtaði þessari míní-þjóð í klósettið (sagði þeim bara að Guð væri bitur og að þetta væri þeirra syndaflóð).

Annars hef ég bara verið voða healthy á því. Ég hef farið nokkrum sinnum í sund og síðan fjárfesti ég í veiðidóti því ég ætla að vera dugleg og fara með Siggu Kaupfélagsdóttur að veiða á Þingvallarvatni, að ég tali nú ekki um að bátaleigan opnar um mánaðarmótin og þá get ég farið út á Laugarvatn að róa VÚÚÚÚÚHAAAAAAA!!!!

Jæja ég ætla að fá mér að borða og síðan snemma í háttinn.

Hafið það gott allihopa.

sunnudagur, maí 23, 2004

Nei halló og góðan daginn!!

Hér á Laugarvatni er ljómandi fallegt veður sem ég hef reyndar fengið að njóta takmarkað sökum vinnu ... en það er allt í gúddí því ég ætla að skella mér í göngu á eftir:D

Mér líður svolítið eins og í útlöndum hérna .... engir vinir nálægt og fáir á mínum aldri virðist vera. Þá er bara mál að vera sinn eigin herra og taka sér gönguferðir, skella sér í sund eða bruna í bæjinn ef ég er alveg að verða crazy;) Annar hafa mýflugurnar verið mikið að heilsa upp á mig í dag og smakka á nýja blóðinu í sveitinni .... þær skilja ekki að það er dauðadómur yfir þeim því ég krem þær og traðka á þeim (hehehe).

En ég er annars bara góð fyrir sumarið og vona að þið séuð það líka. Ég ætla að biðja ykkur sem hafið verið að íhuga Þjóðhátíð og gistingu hjá mér að verqa í bandi ef það er einhver niðurstaða í sjónmáli.

Love you guys!!!!!!!!!!!!

Kveðja frá Ernu og mýflugunum á Laugarvatni.

föstudagur, maí 21, 2004

Hæ elskurnar!!!

Smá update af mér hérna.

Komin á Laugarvatn og hífði íbúatöluna uppí 301 manns.
Byrjaði að vinna í dag og allt gekk vel, frábærara stelpur sem vinna þarna með mér ... það kom enginn þjófur í þetta skiptip með röratöng og hótaði að lemja okkur (ég er sumsé ómeidd og við góða heilsu).
Bý hjá Kaupfélagshjónunum þeim Jóni og Rúnu þar til um mánaðarmótin en þá mun ég flytja í litla stúdíóíbúð með tveim öðrum stelpum sem vinna með mér.
Hlakka til að takast á við sumarið og kannski heimsækja borgina af og tíl.
Mun blogga minna þar sem ég hef lítinn aðgang að netinu (sniff sniff). En endilega skiljið eftir kveðju til mín, það hlýjar mér um hjartaræturnar hérna í sveitinni ;)

Þangað til næst (og næsta skiptið verður aðeins ítarlegra og hressilegra)..
Ástarkveðjur Erna Björk.

miðvikudagur, maí 19, 2004

Je dúdda mía!!!!

PRÓFIN ERU BÚÚÚÚÚIIIIIIN!!!!!!!!!!! Vá hvað mér líður ógeðslega vel:) Eftir prófið kíktum við nokkur i Árbæjarlaugina og skoluðum prófskítin af okkur. Síðan héldum við aftur niður í skóla nema nú var tilefnið mun skemmtilegra heldur en próflestur því okkar bekkjarfélaganna beið rúta sem flutti okkur út í sveit í sumarbústaðinn hjá kennara okkar henni Lilju og Ingvari manninum hennar. Þarna í sveitinni var sannkölluð paradísarupplifun svo meira sé sagt. Leyfist mér að vera væmin og segja að mér fannst ég vera á virkilega á lífi í allri þessari náttúrufegurð. Við grófum holu í jörðina og grilluðum lamb, við spiluðum fótbolta, rerum útá vatn þar sem ÉG VEIDDI MARÍUFISKINN MINN (æðislegasta upplifun í heimi), við sungum og hlógum og allt var þetta í besta félagsskap sem ég hefði getað hugsað mér .... félagsskapur bekkjarfélaga minna í Kennó. Nú tekur summarið við "on full speed" og ég er þakklát fyrir þennan góða vetur sem hefur liðið hjá örsnöggt.

Eftir tvo daga verð ég á Laugarvatni ..... smá - örlítið - öggupons kvíðin.

Ég ætla að reyna að setja mynd af mér og fiskinum sem ég veiddi hérna inná .. veit ekki hvort það heppnast, ef ekki þá er þetta sumsé mynd af mér skælbrosandi í björgunarvesti með litlu sætu bleikjuna sem ég veiddi:D

mariufiskurinn.jpg

sunnudagur, maí 16, 2004

Hummmmmmmm..........

Kannski er ég bara að ljúka prófum á morgunn, can you belive it:) Vá hvað það verður mikill léttir. En ég verð nú að segja að þessi próflestur hefur verið alveg einstaklega gefandi og áhugaverður, ég hefði bara ekki trúað því hvað hjarta mitt og hugur eru algjörlega í þessu öllu saman- NOT!!!!!!!!! Ég er alfarið á móti prófum, þau eru úrelt að mínu mati og hana nú! Vonum bara að heilladísirnar styðji mig og haldi fallista-púkanum hræðilega í góðri fjarlægð:S

Eníhú svona lítur vikan út:
mánudagur: Lokaprófið, sund og vorferð með bekkjarfélögum mínum í 1-D:)
þriðjudagur: Vorhreingerning á Bergþórugötu 17.
Miðvikudagur: Bílaþvottur og lokadjamm hjá skólanum.
Fimmtudagur: Kveðja fólk og pakka niður fyrir Laugarvatn.
Föstudagur: Litla rauðhærða stelpan kveður borgina í bili og heldur á vit ævintýranna á Laugarvatni. Adios amigos! Hver veit, kannski er draumaprinsinn á hvíta hestinum sínum þarna:D

Óskið mér nú góðs gengis og látum oss biðja að Syndaselurinn skjóti ekki upp kollinum þegar ég fer að skemmta mér á miðvikudaginn með skólanum..... á ekki einhver haglara til að plaffa í rassinn á honum??............ nei ég bara spyr:)

Love you man!!!...... og þig líka.... og þig... já og þig líka elskan.. og ekki halda að ég hafi gleymt þér kjáninn þinn.... o.s.frv.

laugardagur, maí 15, 2004

Ruslana negldi þetta gjörsamlega.

Xena the warrior princess tók Eurovision og rúllaði því upp ásamt svipu dansandi- víkingunum sínum. Á tímabili var ég ekki viss hvort ég væri að horfa á sirkus, nektardans, grímuball, karókí eða listhátíð. Þetta var ansi súr keppni og persónulega fannst mér best gellan sem "dansaði" á þriggja metra stultum með Frakkanum (frekar weird).
En jæja við fengum að súpa seyðið og Jónsi átti ekki sjens innan um krípin og kroppana sem skoppuðu og skriðu um sviðið. Persónulega studdi ég Tyrkland, Kýpur og Svíþjóð en ég sé að keppnin er að taka aðra stefnu núna þegar Balkanskagi er kominn inní programmet. Það er gott að eiga góða granna segi ég nú bara ...... og þá eiga Íslendingar ekki til.

Þunglyndiskveðjur úr miðbænum...
Erna Björk

föstudagur, maí 14, 2004

Freaky Friday!!

Ég ætla ekki að tala um próflestur fram á miðjar nætur.
Ég ætla ekki að tala um íslenskuprófið sem ég þreyttti í morgunn.
Ég ætla ekki að tala um hversu hörmulega mér gekk.
Ég ætla ekki að tala um tilgangsleysi þess fyrir mig að verða íslenskukennari.

Ég ætla bara að tala um þetta fallega sumar sem er að skella á okkur:) Hafið þið séð hvað allt er yndislegt úti?? Nýjabrumið á trjánum og ferska gróðurlyktin fyllir lungu manns þegar maður tekur sér göngu!

Ég fór áðan með Nönnu vinkonu minni í Kringluna og var mitt mission að kaupa mér sundföt. Rúna vinkona mömmu (sem ég er að fara að vinna hjá á Laugarvatni) á nefnilega heitan pott og ég ætla mér að vera tíður gestur þar, auk þess sem ég ætla að fara að verða duglegri að synda. En jæja við komum við í undirfatabúðinni LaSenza og þar fann ég voða sætt svart bikiní og ákvað að máta. Afgreiðslustúlkan leit á mig sagði glaðlega: Já ertu ekki í B-skál essskan??
Ég: eeeh nei ég er reyndar A.
Svo mældi hún mig út að neðan og greip buxur í stærð 8.
Ég: Hahaha....þetta er nú aðeins of tiny!
Afgr: Nei þú ert bókað nr 8, nr 10 í mesta lagi!
-Ég hef sko ekki passað í neitt númer 8 síðan ég fermdist og mér fannst hún heldur bjartsýn að ætla mér í brækurnar sem minntu helst á vasaklút. Niðurstaðan er sumsé þessi .... ég ætti að vera með stærri brjóst og minni rass skv útreikningum. Afgreiðslustúlkur vilja alltaf troða mér í minni buxur en ég passa í og ég virðist ekki vera sú eina .... önnur hver stúlka á Íslandi gengur með rassaboruna og mjaðmirnar uppúr þröngu buxunum sínum og þessi grey geta varla sest niður án þess að blána. Common stelpur skiljum nú eftir pláss fyrir magann og kannski innri líffærin líka;)

En nú ætla ég að máta nýja bikíníið mitt aftur og syngja Eurovision-lög fyrir framan spegilinn með hárburstann sem "míkrafón". * úbbs sagði ég þetta upphátt*

Áfram Ísland!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

miðvikudagur, maí 12, 2004

Kill Bill er æði!!

Já ég var að horfa á hana í gær og mér finnst hún GEGGJUÐ (sleeeeeeff). Quinten Tarantino ég elska þig!!! Nú er mál og drífa sig á no 2. og slefa meeeira.

Nenni annars ekki að segja mikið meira ... varð bara að deila þessu með ykkur og svo langar mig að tilkynna ykkur að eðalbandið Hoffman spilar á Jack Live kvöldi X-ins föstudaginn 14.maí ásamt Mínus og Manhattan. Ástæðan fyrir því að ég auglýsi þessa tónleika er ofureinfaldlega sú að Vestmannaeyingarnir Óli (söngur), Gunnar Geir (gítar), Viggó (gítar), Magni (trommur) og súper eðal þokkatröllið hann Ástþór vinur minn (bassi) eru meðlimir þessa bands. Ef ykkur finnst Frosti flottur...bíðið þangað til þið sjáið þessa kroppa í Hoffman;) Ég kíkji allavega á þá (þó ég verði í miðjum prófum). Haldið þið nokkuð að ég líti kjánalega út þó ég lesi um setningafræði og bragfræði við barinn???

Rokklinga-kveðjur!!!!
Örný Börný Skörný

þriðjudagur, maí 11, 2004

Hér er ég, hér er ég góðan daginn daginn daginn.....

Próf no 2 í höfn. Held barasta að ég hafi landað því með ágætis stæl.

Svefnmynstur mitt breytist mikið í próftörninni. Bæði sef ég minna og síðan rýk ég á lappir á morgnanna því ég er svo hrædd um að sofa yfir mig. T.d í morgunn þá fór ég á handahlaupum í sturtuna, í heljarstökki út í bíl og síðan endað ég ég þver-skrúfu í andyrinu á Kennó. Svo brunaði ég uppí stofu með svitadropana á enninu og henti mér í álitlegasta sætið sem ég fann.
Skyndilega uppgvötvaði ég að Lára bekkjarsystir var með tvær bækur sem ég þurfti fyrir prófið þannig ég rauk fram og hringdi í hana hið snarasta.

Síminn minn: Du, du....du, du (var að hringja í Láru)
Lára: Halló
Ég: HÆ HVAR ERTU? ÉG ER AÐ FARA INNÍ PRÓFSTOFUNA OG ÞÚ OG ÉG TÖKUM EKKI PRÓF Í SÖMU STOFU OG ÉG ER MÆTT EN EKKI ÞÚ OG ÉG SÉ ÞIG EKKI OG...
Lára: Ég er bara að koma Erna!
Ég: JÁ EN ER LANGT Í ÞIG? HVAÐ ER LANGT Í ÞIG HA? HVAR ERTU HA? HA?
Lára: ........*þögn*......ÞAÐ ERU 20 MÍN Í PRÓFIÐ ERNUS!! ég er að labba inní skólann og slappa þú nú af!
Ég: ok ég kem.

Vrúúúúúúúmmmmmmm *ég að taka Speedy Gonzales niður stigann til að hitta Láru*. Svo reif ég bækurnar af henni og Vrúúúúúmmmmm....sömu leið til baka og inní stofu (15 mín í próf).

Svo segir Lára mér að ég sé stressuð!!! Ekki skil ég það nú? Stelpan hlýtur að éta sveppi í massavís og sniffa bensín.


Jæja bless í bili....íslenskuprófið er næst og það eru 8 dagar í Laugarvatn:S

mánudagur, maí 10, 2004

Allir saman nú energí og trú, og síðan ekki söguna meir!!!!!

Ég varð bara að hefja þessi skrif með því að deila þessu stuðmannalagi með ykkur sem hefur ómað í höfði mínum síðustu klukkustundirnar. Hvernig það komst uppí höfuð mitt veit ég eigi, en það situr pikkfast samt sem áður.

Síðan er ég með tilkynningu. Hér með er ég komin með háskólagráðu í stærðfræði og það er næstum grátbroslegt með tilliti til einkunarinnar sem mér hlotnaðist. Ekki að hún hafi verið slæm ... langt í frá, heldur taldi ég mig illilega fallna eða nærri því. Síðan þegar ég og bekkjarsystur mínar örkuðum af stað til að skoða stöðu mála brá mér heldur í brún. Haldið þið bara að pían hafi ekki neglt í 8 í lokaeinkunn sem þýðir að ég fékk 9 í prófinu sjálfu!!!! Svona getur maður verið svakalega mikill kjáni.

Annars sit ég hérna í góðu atlæti með pastasalat með mér við hlið. Þeir í 10-11 eru soddan snillar að hafa þennan líka fína salatbar og samlokubar fyrir okkur letiblóðin sem ekkert nenna að elda sér. Ég held ég fái mér að éta þarna að meðaltali 3-4 sinnum í viku (enda elda ég mér náttla aldrei neitt).

Jæja bækurnar kalla á mig eins og hungraðir fuglsungar ... best að sinna þeim. Mætti ég bara nefna í lokin að ykkur er guðsvelkomið að bulla meira í gestabókina mín ef ykkur sýnist svo því að allir íslenzku stafirnir hafa dottið út, sem þýðir að allar færslur eru í tómu tjóni eða ónýtar.

Stærðfræði-kveðjur frá Ernu Björk- 9 dagar í Laugarvatn:)

sunnudagur, maí 09, 2004

Syndaselurinn ógurlegi slapp úr búri sínu í nótt....

Syndaselurinn svamlaði í afmælisveislu góða og settist settlegur við borð. Mikið var skrafað og syndaselurinn ógurlegi þóttist góður með sig í fínu fötunum sínum og með hárið uppsett og fínt. En skyndilega bárust orð til eyrna syndaselsins .... hvað segirðu mér?? ... getur það verið?? .... sagðirðu FRÍR BJÓR???? Nú var illt í efni, eins og flestir vita þá er syndaselurinn einkar veikur fyrir köldum bjór, sérstaklega þegar hann er gefins. Syndaselurinn þokaði sér nær barnum, það þýddi ekkert tiltal, honum var sama um prófin, honum var sama um heilsuna, hann sá bara gullhúðuðu bjórdælurnar sem sprautuðu út freyðandi veigunum. Syndaselurinn horfði á barþjóninn með sínum syndsamlegu augum og orðið valt útur honum í slow motion "bjjjjjjjóóóór" (eins og í Macic auglýsingunni). Það var ekki aftur snúið ..... syndaselurinn hafði tekið völdin. Syndaselurinn drakk fjóra bjóra og eitt skot. Syndaselurinn stökk uppá borð og dansaði eins og vindurinn. Syndaselurinn var FRJÁLS!!!!!

Klukkan fjögur í nótt lá syndaselurinn uppgefinn í fjöruborðinu og aumkaði sig yfir áverkum sínum. Þessi sjaldgæfa sjón mun ekki sjást aftur fyrr en um mitt sumar. Þá eigum við von á því að sjá syndaselinn mjaka sér syndsamlega með öðrum syndaselum ..... í von um að einhversstaðar fáist hin heilagi mjöður gefins. Ef þið hlustið vandlega á kvöldin þá heyrist hann kalla ámátlega: bjjjjjóóór!

Heyrið þið ekki.....?

föstudagur, maí 07, 2004

Ok!!!!! ég er opinberlega hundpirruð og enginn tölvusnillingur!!!

Mín voða brött og ætlaði að fiffa til bloggsíðuna sína. Voða sjálfstæð og setti inn fullt af nýjum bloggurum sem gestir mínir geta heimsótt (sjá hér til hægri). En hvað gerist ..... þetta var bara ekki eins mikil "lautarferð í garðinum" eins og það leit út fyrir. Nú er útlitið á síðunni minni stórskrýtið og ég skil ekkert hvernig ég get lagað þetta. *ggrrrráááááááááát*. Síðan eru allar færslur í gestabókinni minni ónýtar því að íslensku stafirnir duttu út OG það er ekki hægt að fletta upp gömlum bloggfærslum hjá mér. ÞETTA ER SVINDL! Svei ljóti Blogg-drottinn! þú ert sársauki mikill í mínu rassgati!!

Bíttu þig!

Hvað er að ske hérna.....?

Gestabókin í algjöru fokki hjá mér og síðan get ég ekki flett upp gömlum blogg-skrifum hjá mér. Hvar er Freyja bekkjarsystir þegar ég þarf á henni að halda? Það er sko munur að þekkja svona tölvusnillinga eins og hana þegar allt klikkar.

Eníhú....lítið að frétta. Enn á fullu í prófum og ég nenni ekkert að tala um þau því þau eru hundleiðinleg og enginn hefur áhuga á þeim (ekki frekar en ég).

Ég fór í nálastungumeðferð í gærdag hjá náttúrulækni sem heitir Örn. Það var ekkert smá flippað. Ég byrjaði á því að hlæja stanslaust í 15mín þegar ég lá bekknum hjá honum og síðan fóru hlutir að gerast sem ég get ekki útskýrt öðruvísi en að það væri eins og hiti breiddist um mig alla og ég féll í hálfgert "coma". Ég var hjá honum í rúma tvo tíma og ég gekk út svona 15 kílóum léttari og full af vellíðan. Síðan átti að taka við alveg svakalegur "lærdómsdagur" en það gleymdi víst einhver að segja mér að maður er gjörsamlega handónýtur eftir svona meðferð. Ég fór uppí Þjóðarbókhlöðu til þess eins að steinsofna ofan í skólabækurnar....... *sleeeef, hrotur, kippir* (fólk var farið að glápa...ræ-ræ-ræ). EN DJÖFULL LEIÐ MÉR SAMT VEL!!!! Síðan skakklappaðist ég heim á leið og féll í djúpsvefn ofan á ljúfa rúmið mitt.

Dagurinn fór sumsé fyrir bí....fræðslulega séð. En ég græddi eitthvað á móti og það var að losna við stóra steinhnullunginn í maganum á mér.

Afslappaðar chill-kveðjur....
Frá hippastelpunni góðu.

miðvikudagur, maí 05, 2004

Próflestur....

Er ógeðslega "leim" að skrifa um próflesturinn sinn?? Er kjánalegt að fórna höndum og ákalla allar guðlegar og djöfulegar verur og hrópa til þeirra "hví leggið þið þessa þolraun á mig??".
Klukkan er hálf-tvö að nóttu til og ég sit hérna í húsnæði Kennaraháskólans. Hugsunin er orðin óskýr....þreytan segir til sín. Ég fæ alltaf sömu martröðina þegar ég er í prófum. Hún snýst ýmist um það að ég sofi yfir mig eða að ég komi mun ver undirbúin í prófin heldur en allir hinir. Á morgunn klukkan 10:30 mun ég sitja kófsveitt og skjálfandi í munnlegu stærðfræðiprófi. Ég bið ekki um annað en að gæfan verði mér hliðholl og sjái mér fyrir einhverjum þægilegum spurningum og umburðarlyndum prófdómurum.

Það er kannski vert að segja frá því að ég fór og klippti og litaði á mér hárið í gær. Dökku lokkarnir hafa vikið fyrir ljós-rauðum sumarlokkum. Þessar ferðir mínar á hársnyrtistofur eru alltaf sætsúrar þar sem ég gjörsamlega HATA að sitja við þessa ljótu vaska og láta skola á mér hárið. Mér finnst það hreint út sagt sárt!! Maður situr í einhverri fáránlegri stöðu og svo er vaskurinn grjótharður og maður hangir einhvernveginn á honum eins og undin rúllupylsa. Ég var að spá í að spurja hvort ég mætti standa upp og halla mér fram-yfir vaskinn meðan hárið á mér væri skolað en ég er náttúrulega svo mikil sjómannsdóttir og harkaði þetta af mér eins og vanalega. Enn og sársaukafyllri aukaverkun við svona heimsóknir er að buddan manns er rúin ansi hressilega, enda gekk ég út tæpum tíu-þúsundköllum fátækari *sniff, sniff* (vei þér fegurð...fyrir sársaukann og gjaldið sem)

Jæja þetta er gott í bili. Ég vil bara að lokum senda æðislegar afmæliskveðjur til Margrétar vinkonu minnar í eyjum. Hún varð 23.ára í dag:) Elsku Margrét mín til hamingju og takk fyrir að vera svona umhyggjusöm alltaf í garð vina þinna.

Blllleeessss.....-væri til í stóran kaldann öl núna:D

mánudagur, maí 03, 2004

Um almenningssalerni!

Rétt í þessu voru að skapast ansi hreint heitar umræður um notkun almenningsalerna og hverju má skila í þau og hverju ekki. Ónefnd bekkjarsystir mín tilkynnti stolt að hún hefði verið að gera nr.2 (sumsé kúka) í klósettið hérna uppí Kennó og þá gall hátt í annari ónefndri bekkjarsystur "oj bara, ertu biluð?? maður kúkar ekki í almenningsklósett!!!". Nú bekkjarsystur okkar, sem var svo brátt í brók, kærði sig kollótta og ég var henni sammála. Ekki sé ég neitt athugavert við það að hægja sér í klósett (sama hvar þau eru). Klósettin eru til úrgangslosunar og þarna ofaní fer allskonar úrgangur ÚR ÖLLUM HUGSANLEGUM LÍKAMSGÖTUM. Því miður vorum ég og þessi ágæta bekkjarsystir mín í minnihluta því fleiri anti-sauristar risu upp á móti okkur og til voru teknar fleiri ástæður þess hversu ÓGEÐSLEGT það er að kúka í almenningsklósett. T.d var vitnað í bremsuförin sem vilja myndast í klósettskálina hjá sumum og lykt sem stundum finnst ef meltingin er að klikka og loðir sumstaðar við í marga daga að virðist o.s.frv.

SKO .... svona er náttúran börnin mín. Og þú ert hvorteðer að sitja í rassafarinu á manneskjunni sem sat á kamrinum á undan þér,,,sama hvað hún var að aðhafast. Síðan finnst mér bara miklu ógeðslegra þegar maður sest á klósettskálina og einhver óhittinn karlmaður hefur skvett vel á setuna. Það eru miklu meiri sýklar í því. Að því ógleymdu að það er óhollt að halda of lengi í sér. Það fer illa með þarmana og þú bíður hættunni heim í formi illþefjandi gaslosunar, hægðartregðu, gyllinæðar og verstu hugsanlegu afleiðingar : Krabbameins!!

Hugsið því vel um meltinguna krakkar mínir. Drekkið vatn, borðið trefjar og HLÝÐIÐ KALLI LÍKAMA YKKAR. Bara svo það sé á hreinu ... þá er klósettið mitt gert fyrir þvaglát og saurlát, bæði fyrir mig og gesti mína!

Við gerum þetta öll - stelpur og strákar.
Kveðjur frá Ernu Björk - gerist varla pólitískari en þetta.

sunnudagur, maí 02, 2004

Jæja nú er próflesturinn formlega hafinn!!!*lúðraþytur*

Ég sit hérna uppí skólanum mínum (Kennó) og blekki mig og samvisku mína mikið þegar ég segjist vera að lesa undir próf þar sem að meirihluti dagsins hefur farið í hluti eins og að hugsa hvernig ég á að lita á mér hárið á morgunn, hvort ég eigi að kaupa mér reiðhjól eða stafræna myndavél fyrir sumarið og hversu margar tröppur eru í skólanum mínum o.s.frv.

Af því tilefni að próftörn er að hefjast hjá flestum okkar sem eru í skóla, þá vil ég sýna ykkur topp-tíu listann minn yfir það sem er nauðsynlegt að hafa við höndina í próflestrinum (fyrir utan kennslugögn að sjálfsögðu).

1) KAFFI: kaffi er algjört möst! Það hressir og kætir.
2) NART: persónulega mæli ég með hnetum eða rúsínum. Maður er svo fljótur að spæna í sig nammið og síðan líður manni illa eftirá.
3) INNISKÓR: Táfýlan er fljót að láta á sér kræla ef maður er lengi í lokuðum skóm og það er glatað að labba um skólann á sokkunum þannig að inniskór eru svarið my friends!!
4) TEPPI: Prófin geta sett að manni kuldahrolli. Þá jafnast ekkert á við að hafa mjúka góða flísteppið sitt við höndina.
5) VERKJATÖFLUR: Að einblína lengi á sömu bókina getur valdið hvaða heilbrigðri manneskju sem er hausverk eða jafnvel annarskonar verkjum. Því er dópið í 5. sæti lömbin mín.
6) KODDI: Ef hausverkurinn og þreytan eru að buga þig skaltu ekki klikka á því að hafa kodda eða púða í töskunni þinni og hreinlega finna þér stóla til að leggjast á í hálftíma eða svo. Þarna kemur teppið aftur sterkt inn.
7) TÓNLIST: Mér finnst fátt losa spennu eins vel og uppáhalds tónlistin mín.
8) DÓT/LEIKFANG: Taktu með þér bolta, frisbí eða what-ever og fáðu útrás í einni pásunni þinni. Þetta er líka nauðsynlegt til að koma blóðinu af stað í allri setunni.
9) KREM: Maður er fljótur að skrælna uppá höndum og fótum og því er kjörið að hafa eitthvað gott lotion í nærheden. Ekki spillir að biðja einhvern greiðvikinn að nudda axlirnar á manni með kreminu.
10) TANNBURSTI OG TANNKREM: Síðast en ekki síst. Tennurnar eru fljótar að verða loðnar eftir allt nartið og kaffiþambið. Haldið Karíusi og Baktusi á mottunni.

Að lokum vil ég bæta við að það spillir ekki að eiga einn kaldan eða eina góða rauða í töskunni til að súpa á þegar nóttin læðist að manni. Þetta getur hresst heldur betur uppá mann;)

Lifið heil...
Erna Björk- á samt engan kaldann, né eina rauða:(

laugardagur, maí 01, 2004

Jæja þá er ég mætt aftur á svæðið:)

Í gær lauk einni all-svakalegri skólaviku hjá mér og bekkjarfélögum mínum. Það var síðasti kennsludagur fyrir próf í gær og við lukum þeim degi með stóru lokaverkefni sem við höfum unnið að undanfarið. Í hádeginu skelltum við upp matarveislu og nutum þess að borða og spjalla saman í rólegheitunum. Á næstu önn mun þessi bekkur splittast í sundur og förum við öll á sitthvert kjörsviðið. Mér finnst það mjög leiðinlegt því þessi bekkur sem ég er í þarna uppí skóla er alveg sér á báti og við höfum verið kölluð "skemmtilegi" bekkurinn af skólafélögum okkar:D Þessvegna vil ég þakka þakka bekknum mínum formlega fyrir frábært skólaár, ég á eftir að sakna þess mikið að sitja ekki með ykkur í bekk og ég hlakka til að standa við hlið ykkar þegar við útskrifumst saman eftir 2. ár.

Ég fór líka á mitt fyrsta kojufyllerý í gærkvöldi. Eftir skóla fór ég heim til Láru bekkjarsystur og við pöntuðum okkur pizzu. Við opnuðum okkur síðan bjór yfir sjónvarpinu og drukkkum af bestu list (samt aðallega ég,,hehehe). Seinna um kvöldið kíktu Jóa og Iðunn úr bekknum líka á okkur og við sátum allar uppí rúmi hjá Láru og spjölluðum og hlógum (og ég drakk meiri bjór). Ég var því orðin ansi brött á því þarna í lokin. Orðin málglöð og farin að plana Þjóðhátíðina langt fram í tímann. Svo þegar Jóa og Iðunn voru farnar og Lára sofnuð þá ætlaði ég sko heldur betur að skella mér á fætur og drífa mig í bæjinn að dansa.....sú hugsun náði ekki lengra en það að ég steinsofnaði með símann mér við hönd. Bensínið var alveg búið og bjórvíman hafði yfirhöndina.

Þið sem eruð á leið í vor-prófin eða eruð að klára...gangi ykkur vel.
Bestu kveðjur
Erna Björk