Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

mánudagur, apríl 26, 2004

Pfff, uss og sveiattann!!

Voðalega er ég þreytt og illa upplögð. Mér er nær að vaka svona fram eftir nóttu:( Ég var svo mikil steik í skólanum í dag...ég er að segja ykkur það! Bekkjarfélagar mínir máttu vera heppnir að ná einu orði af viti uppúr mér.
Ég: Já verða 4 hópar með fyrirlestur á föstudaginn?
Bekkurinn minn: Nei Erna mín þeir verða 6.
Ég: Óóóó..... ok en við klárum síðan um hádegi?!?
Bekkurinn minn: Hahahahaha.....við klárum svona klukkan hálf-fimm:D
Ég: Aaaahhhh....ok ég skil. Og hvenær borðum við í öllum þessum fyrirlestrum???

Meira fékkst ekki uppúr mér nema stöku comment sem meikuðu jafn mikið sens og að Björk biði sig fram til forsætisráðherra. Ég var sumsé með slæmt tilfelli af heilaleysi á háu stigi ( á von á heilaígræðslu fyrir próf).

Út í aðra hluti. Ég fékk comment frá tveimur bekkjarfélögum mínum um daginn varðandi ummæli mín um Hr. Egg. Ég nefni nú enginn nöfn en þeir byrja á Gunnar og enda á Gísli. Hvað um það...þeir sögðu það brýnt að ég finndi mér karlmann sökum þess að áðurnefnt rafmagns-egg var nefnt til sögunnar. Er þetta nú ekki týpískt??? Það er sjálfsagt að karlmenn handþjónusti sjálfum sér daglega eða oftar ... meira að segja þó þeir séu í sambandi (enda þykir mér það alveg sjálfsagt). En ef stelpur gerast sekar um það... GUÐ HJÁLPI OKKUR, BABÚ-BABÚ-BABÚ, match maker where are you?? Stúlkan er desperate því hún notar kynlífshjálpartæki!! Ég gef því skít í þessi comment! Það þýðir ekki að argast útí okkur þó þið séuð í enn í sturtunni að hamast við að verða jafnvígir á báðum höndum *illkvittnisglott*

Kveðja frá Ernu Björku ... ennþá með illkvittnisglott:)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home