Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

sunnudagur, apríl 25, 2004

Góða kvöldið dömur mínar og herrar.

Þetta er einn þessum dögum sem ég hreinlega neyðist til að blogga tvisvar. "Afhverju ætti Erna Björk að blogga tvisvar á sama degi?" spyrjið þið ykkur eflaust:) Jú lömbin mín þannig er það nú bara að ég var að taka svaka ákvörðun rétt í þessu. Þið sem þekkið mig lítið hafið ekki grænan hvað ég er að fara að vinna í sumar ekki rétt? Þið sem þekkið mig betur vissuð að ég ætlaði að fara að vinna á Gæsluvelli í Grafarvogi og á Nasa aðrahverja helgi ekki satt?? Þið sem allt um mig vitið....þið vitið ekki ekki einu sinni þetta sem ég er að fara að segja ykkur núna! Þannig er mál með vexti að Gæsluvöllurinn er off...Nasa er off. Nú lyftast brúnir og andköf verða tekin í hrönnum þegar þið lesið þetta (og passið ykkur að gleypa ekki flugu í andköfunum elskurnar mínar...það er svo ógeðslegt). Ég er að fara að vinna í Kaupfélagi og engu venjulegu Kaupfélagi það, heldur í Kaupfélagi....LAUGARVATNS!!!!!! Jááá þið lásuð rétt!!! Reykjavík verður án mín í sumar! Laugarvatn verður einni Ernu ríkara! Vildi bara tilkynna ykkur þetta, aðallega vegna þess að ég er eiginlega mest undrandi yfir þessu sjálf. Þetta plöggaðist alltí kvöld og ég ákvað að stökkva á þetta tækifæri...mér óvörum:)

Bið að heilsa....
Erna Björk- Sem er að fara í Víking á Laugarvatn eftir tæpan mánuð!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home