Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

fimmtudagur, apríl 29, 2004

Úff úff úff...

Var rétt í þessu að hella vænum sopa af vatni niður á lyklaborðið á elsku, litla, yndislega, hvíta, himneska Macanum mínum. Sorry ástarhnoðrinn minn...ég skal aldrei aftur drekka neitt í návist þinni...nema núna...ég er svo þyrst skilurðu;)

En o-jæja. Hef ekki verið uppá mitt besta undanfarið. Tók svona nettan tremma um daginn. Fannst ég ekkert kunna né geta í skólanum og kveið prófunum agalega. En eftir að hafa lagst undir feld (sem var í þetta skiptið dúnsængin mín) þori ég að hrópa: "komið bara kúka-prófin ykkar!! ég óttast ykkur eigi! Þið eruð ekkert nema ómerkileg blöð í mínum augum. Ég hef tekið próf í Mannlíf sem var meira krefjandi heldur en þið. ÞIÐ HAFIÐ ENGA BURÐI Í MIG HLANDBRÆKURNAR YKKAR!! *svo steiti ég hnefanum ógnvænlega framan í prófin*.

Ég er síðan að lokum með með sérstaka "undirheima-tilkynningu". Nú vitið þið væntanlega öll að það er komin heimild fyrir lögregluna að hlera alla þá síma sem henni dettur í hug að hlera (án þess að þurfa að sækja um sérstakt leyfi til þess fyrst). Þetta er dæmigert fyrir þessa fasistastjórn sem hér ríkir. Ég er alfarið á móti þessu!!!!! Hvar er friðhelgin spyr ég nú bara?? Hvað segir okkur að þetta verði ekki misnotað einn daginn? Ekki eru margir sem gegnt hafa svona yfirboðara-stöðum sýnt það og sannað að þeim sé treystandi (hana nú!)
Ef þið mættuð hlera símann hjá einhverjum heilan dag....hvaða síma mynduð þið hlera?? Ég held ég myndi hlera símann hjá Hemma Gunn eða ú ó nei enn betra...myndi hlera símann hjá Leoncie *bwa-hahahahaha*.

Wrestler-kveðjur frá Ernu Björk....sem er að spá í fólksfjöldanum á Laugarvatni:/

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home