Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

sunnudagur, apríl 18, 2004

Einhverra hluta vegna datt þetta blogg út þegar ég setti inn síðustu færslu..þannig að þetta fór í smá kás hjá mér,,,en hér er færslan sem dagg út. Sorry ruglingin guys:(

sunnudagur, apríl 18, 2004

Bank bank góði Guð!!! Hvar er vorið??
Hvar er sólin sem yljar manni á kollinum?
Hvar eru fuglarnir?
Hvar eru blómin?
Nei í staðin er bara þetta vanalega rokrassgat og grámygla *grááááátur*. Svo ætlaði ég að vera svo gasalega hraust og flott á því í dag og skellti mér í göngu. Gangan sem ég ætlaði að taka niður að Seltjarnarnesi náði ekki lengra nema niður að Tjörninni þar sem ég settist niður og spjallaði við endurnar. En vitið þið hvað mér fannst fyndnast þegar ég var í þessari göngu?? Ég mætti varla einum Íslendingi, bara túristum! Íslendingar fara ekki í göngu!! Íslendingar keyra um í Polo og Golf og borða McDonalds! Íslendingar eru LATIR! Og ég er líka löt...mig langaði að taka leigubíl tilbaka frá tjörninni því mér var orðið svo kalt.
Eitt að lokum. Ég vil senda æðislegar geggjaðar stuðkveðjur til indæla lögreglumannsins em sektaði mig fyrir stöðubrot í gærkvöldi kl 19:21. Já já....2500kr, thanks alot asshole!
Kveðja frá Ernu,,,sem bíður og bíður og bíður eftir vorinu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home