Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

fimmtudagur, apríl 29, 2004

Úff úff úff...

Var rétt í þessu að hella vænum sopa af vatni niður á lyklaborðið á elsku, litla, yndislega, hvíta, himneska Macanum mínum. Sorry ástarhnoðrinn minn...ég skal aldrei aftur drekka neitt í návist þinni...nema núna...ég er svo þyrst skilurðu;)

En o-jæja. Hef ekki verið uppá mitt besta undanfarið. Tók svona nettan tremma um daginn. Fannst ég ekkert kunna né geta í skólanum og kveið prófunum agalega. En eftir að hafa lagst undir feld (sem var í þetta skiptið dúnsængin mín) þori ég að hrópa: "komið bara kúka-prófin ykkar!! ég óttast ykkur eigi! Þið eruð ekkert nema ómerkileg blöð í mínum augum. Ég hef tekið próf í Mannlíf sem var meira krefjandi heldur en þið. ÞIÐ HAFIÐ ENGA BURÐI Í MIG HLANDBRÆKURNAR YKKAR!! *svo steiti ég hnefanum ógnvænlega framan í prófin*.

Ég er síðan að lokum með með sérstaka "undirheima-tilkynningu". Nú vitið þið væntanlega öll að það er komin heimild fyrir lögregluna að hlera alla þá síma sem henni dettur í hug að hlera (án þess að þurfa að sækja um sérstakt leyfi til þess fyrst). Þetta er dæmigert fyrir þessa fasistastjórn sem hér ríkir. Ég er alfarið á móti þessu!!!!! Hvar er friðhelgin spyr ég nú bara?? Hvað segir okkur að þetta verði ekki misnotað einn daginn? Ekki eru margir sem gegnt hafa svona yfirboðara-stöðum sýnt það og sannað að þeim sé treystandi (hana nú!)
Ef þið mættuð hlera símann hjá einhverjum heilan dag....hvaða síma mynduð þið hlera?? Ég held ég myndi hlera símann hjá Hemma Gunn eða ú ó nei enn betra...myndi hlera símann hjá Leoncie *bwa-hahahahaha*.

Wrestler-kveðjur frá Ernu Björk....sem er að spá í fólksfjöldanum á Laugarvatni:/

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Hej allihopa:)

Ok hér er umræðuefni sem kannski er gamalt...en so what ég ætla samt að brydda uppá því. Það varðar Beckham hjónin. Það er allt í uppnámi þarna í Bretlandi sjáiði til. David Beckham er kóngur og Victoria er drottning og Bretar líða ekki að orðspor þeirra sé smánað. Þessar píur þarna...Sarah og hvað hún heitir hin gellan, eru mestu sóðabrækur og lygarar skv. almannarómi. Sei, sei, sei ... einfalda þjóð segi ég nú bara. Haldið þið að þetta fólk sé ekki mannlegt með sín vandamál. Ekki það að ég styðji framhjáhald , en hugsið ykkur hvernig það er að reyna að tjasla saman hjónabandi undir öllu þessu fjölmiðlafári. Fólk gengur svo langt að kalla þetta stærstu frétt aldarinnar (hehehehehe). Spáið í því!!!! hjónabandsvandræði fólks er helsta góðmetið í dag, hvað er í gangi??? Ég fylgdist með viðtali við aðra konuna sem Beckham á að hafa haldið við og ykkur að segja þá er ég fullviss um að hún sé að segja satt. En ég er enn að reyna að skilja hvað hún græðir á því að koma opinberlega fram og lýsa þessu í smáatriðum ... annað en peninga að sjálfsögðu.

Út í aðra sálma. Prófin nálgast eins og óþægilegur vindverkur. Við tekur tímabil þar sem maginn fer í herping, munnurinn þornar upp, andardrátturinn þyngjist og lundin sígur. Ég get aðeins beðið þess að Guð sendi á mig auka verndarengil ( svona pep-up engil skiljið þið ) sem hjálpar mér í gegnum klettabeltið.

Þið kannski hendið þessari ósk minni inní kvöldbænir ykkar;) ekki veitir af.

God speed!
Kveðja Erna Björk....tæp vika í próf.

mánudagur, apríl 26, 2004

Pfff, uss og sveiattann!!

Voðalega er ég þreytt og illa upplögð. Mér er nær að vaka svona fram eftir nóttu:( Ég var svo mikil steik í skólanum í dag...ég er að segja ykkur það! Bekkjarfélagar mínir máttu vera heppnir að ná einu orði af viti uppúr mér.
Ég: Já verða 4 hópar með fyrirlestur á föstudaginn?
Bekkurinn minn: Nei Erna mín þeir verða 6.
Ég: Óóóó..... ok en við klárum síðan um hádegi?!?
Bekkurinn minn: Hahahahaha.....við klárum svona klukkan hálf-fimm:D
Ég: Aaaahhhh....ok ég skil. Og hvenær borðum við í öllum þessum fyrirlestrum???

Meira fékkst ekki uppúr mér nema stöku comment sem meikuðu jafn mikið sens og að Björk biði sig fram til forsætisráðherra. Ég var sumsé með slæmt tilfelli af heilaleysi á háu stigi ( á von á heilaígræðslu fyrir próf).

Út í aðra hluti. Ég fékk comment frá tveimur bekkjarfélögum mínum um daginn varðandi ummæli mín um Hr. Egg. Ég nefni nú enginn nöfn en þeir byrja á Gunnar og enda á Gísli. Hvað um það...þeir sögðu það brýnt að ég finndi mér karlmann sökum þess að áðurnefnt rafmagns-egg var nefnt til sögunnar. Er þetta nú ekki týpískt??? Það er sjálfsagt að karlmenn handþjónusti sjálfum sér daglega eða oftar ... meira að segja þó þeir séu í sambandi (enda þykir mér það alveg sjálfsagt). En ef stelpur gerast sekar um það... GUÐ HJÁLPI OKKUR, BABÚ-BABÚ-BABÚ, match maker where are you?? Stúlkan er desperate því hún notar kynlífshjálpartæki!! Ég gef því skít í þessi comment! Það þýðir ekki að argast útí okkur þó þið séuð í enn í sturtunni að hamast við að verða jafnvígir á báðum höndum *illkvittnisglott*

Kveðja frá Ernu Björku ... ennþá með illkvittnisglott:)

sunnudagur, apríl 25, 2004

Góða kvöldið dömur mínar og herrar.

Þetta er einn þessum dögum sem ég hreinlega neyðist til að blogga tvisvar. "Afhverju ætti Erna Björk að blogga tvisvar á sama degi?" spyrjið þið ykkur eflaust:) Jú lömbin mín þannig er það nú bara að ég var að taka svaka ákvörðun rétt í þessu. Þið sem þekkið mig lítið hafið ekki grænan hvað ég er að fara að vinna í sumar ekki rétt? Þið sem þekkið mig betur vissuð að ég ætlaði að fara að vinna á Gæsluvelli í Grafarvogi og á Nasa aðrahverja helgi ekki satt?? Þið sem allt um mig vitið....þið vitið ekki ekki einu sinni þetta sem ég er að fara að segja ykkur núna! Þannig er mál með vexti að Gæsluvöllurinn er off...Nasa er off. Nú lyftast brúnir og andköf verða tekin í hrönnum þegar þið lesið þetta (og passið ykkur að gleypa ekki flugu í andköfunum elskurnar mínar...það er svo ógeðslegt). Ég er að fara að vinna í Kaupfélagi og engu venjulegu Kaupfélagi það, heldur í Kaupfélagi....LAUGARVATNS!!!!!! Jááá þið lásuð rétt!!! Reykjavík verður án mín í sumar! Laugarvatn verður einni Ernu ríkara! Vildi bara tilkynna ykkur þetta, aðallega vegna þess að ég er eiginlega mest undrandi yfir þessu sjálf. Þetta plöggaðist alltí kvöld og ég ákvað að stökkva á þetta tækifæri...mér óvörum:)

Bið að heilsa....
Erna Björk- Sem er að fara í Víking á Laugarvatn eftir tæpan mánuð!

Heil og sæl öll sömul!!

Nú er þessi helgi senn á enda og ég hef verið voðalega busy. Allur föstudagurinn fór í vísindaferðina Kennó og tónleika á Grand Rokk hjá hljómsveit Ástþórs vinar míns. Þeir kalla sig Hoffman, og bíðið bara...þeir eiga eftir að láta á sér kveða.
Í gær kíkti ég aftur á móti út með Öllu vinkonu og vorum bara rólegar á því og sátum yfir nokkrum bjórum og kaffibollum á spjalli. Helgarnar mínar fara í svona hluti...að hitta vini mína sem ég hef ekki hitt lengi. Stundum óska ég þess að ég hefði tíma fyrir alla....en það eru víst bara 24 klst í sólarhringnum:(

Þessi helgi fékk mig til að hugsa um málefni sem mér er reglulega hugleikið: karlmenn. Er herramennska útdauð?? Nei ég bara spyr. Maður myndi ætla það því að síðastliðna viku hef ég orðið fyrir hræðilegustu "viðreynslum" aldarinnar! Við erum að tala um vandræðaleg og "freaky" "gláp", pikköpplínur einsog "damn girl" *hrópað útúr bíl* og síðast en ekki síst MY FAVORITE: klipið í rassinn á mér svo fast að fingur þess sem er að klípa festist næstum í rassgatinu á mér. Nei í alvöru strákar ÉG VERÐ EKKERT SMÁ UPPI MEÐ MÉR!!! *idiots*. Það ættu allir karlmenn að taka til fyrirmyndar kurteisa Goth-strákinn sem hneigði sig og reigði fyrir okkur á Austurvellinum á sumardaginn fyrsta. Hann var þó með herramennsku (þó ég mæli sterklega með framtönnum fyrir hann;)

Svo er hérna einn hressandi fyrir ykkur sunnudagsþreytta fólk..
"Breaking news: Victoria Beckham and Michael Jackson are having an affair. Jackson denies everything and reclaims he was in Brooklyn at the time."

Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Erna Björk....í leit að herramanni:)

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Það er komið sumar..sól í heiði skín!!!!

Þessi dagur hefur verið yyyyyyndislegur. Sumarið stimplaði sig inn með stæl hér á Íslandi. Ég fór í miðbæinn með vinkonum mínum og ég er að segja ykkur það .... miðbærinn var fullur af fólki!!! Tribal-tattúin fengu að sóla sig á handleggjum ungra hnakka, mini-pilsinn blöktu í golunni og sportbílarnir og mótorhjólin brunuðu um göturnar. Sjálf naut ég þess að sitja á Austurvelli með Védísi og Díönu og hlusta á tónlist þeirra Jagúar-manna. Það voru líka allir svo endemis kátir....til dæmis vatt ungur herramaður sér að okkur vinkonunum sérstaklega til að óska okkur gleðilegs sumar. Það skiptir kannski engu máli en hann var með ansi áhugavert útlit ef svo að orði mætti komast. Hann var svona Goth-gaur og í hann vantaði allar efri framtennurnar, svo var hann búinn að sverfa augntennurnar til þannig þær voru oddhvassar. Hann sagði því skælbrosandi " Gleðilegt þumar þtúlkur mínar, þið eruð alveg þtórglæþilegar". Við endurguldum kveðjuna brosandi að sjálfsögðu eins og sönnum dömum sæmir. Djöfull er gott að vera til!!!

Þtuðkveðjur frá þumarþtúlkunni...í þvakalegum þumarfílingi!

Það er komið sumar..sól í heiði skín!!!!

Þessi dagur hefur verið yyyyyyndislegur. Sumarið stimplaði sig inn með stæl hér á Íslandi. Ég fór í miðbæinn með vinkonum mínum og ég er að segja ykkur það .... miðbærinn var fullur af fólki!!! Tribal-tattúin fengu að sóla sig á handleggjum ungra hnakka, mini-pilsinn blöktu í golunni og sportbílarnir og mótorhjólin brunuðu um göturnar. Sjálf naut ég þess að sitja á Austurvelli með Védísi og Díönu og hlusta á tónlist þeirra Jagúar-manna. Það voru líka allir svo endemis kátir....til dæmis vatt ungur herramaður sér að okkur vinkonunum sérstaklega til að óska okkur gleðilegs sumar. Það skiptir kannski engu máli en hann var með ansi áhugavert útlit ef svo að orði mætti komast. Hann var svona Goth-gaur og í hann vantaði allar efri framtennurnar, svo var hann búinn að sverfa augntennurnar til þannig þær voru oddhvassar. Hann sagði því skælbrosandi " Gleðilegt þumar þtúlkur mínar, þið eruð alveg þtórglæþilegar". Við endurguldum kveðjuna brosandi að sjálfsögðu eins og sönnum dömum sæmir. Djöfull er gott að vera til!!!

Þtuðkveðjur frá þumarþtúlkunni...í þvakalegum þumarfílingi!

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Það er miðvikudagur og ég er í gúddí fíling:D

Kristín vinkona úr Eyjum á afmæli í dag. TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ELSKU RÚSÍNURASSGATIÐ MITT!!!!!! Hún er orðin þvílíkt stór stelpa...23. ára gömul. Strákar hún er á lausu (blikk blikk) og ég hef heyrt að hún sé algjör villiköttur VRÁÁÁÁÁÁ!

Talandi um Vestmannaeyja-vinkonur....Ég hitti allar Eyjastelpurnar mínar síðast þegar ég heimsótti Eyjar og alltí einu stóð ég frammi fyrir því að ég og vinkonur mínar værum orðnar svo gamlar. Sumar komnar með börn, trúlofaðar og/eða í sambúð, og svo tókum við alveg andköf yfir einhverjum snarbrjáluðum unglingum niður í bæ á fyllerý. Hvað vorum við að gera þegar við vorum 16.ára annað en að djamma af okkur litlu unglingarassgötin?? Tala nú ekki um það hvað okkur fannst við gífurlega fullorðnar (þessir kennarar og foreldrar máttu sko bara gjöra svo vel og láta mann í friði). Ég fékk voðalega Nostalgíu meðan ég sat þarna með þeim og rifjaði upp gamla tíma í kollinum mínum og gerði mér allltaf betur og betur grein fyrir því hvað mér þykir alveg gífurlega vænt um þessar stelpur....ég meina maður er nú einu sinni búin að þekkja þær síðan maður var krakki. VÁ HVAÐ TÍMINN LÍÐUR HRATT!!!

Má ég benda á að Sumardagurinn fyrsti er á morgunn.....EINS GOTT AÐ SUMARIÐ RASSGATIST HINGAÐ Á SKERIÐ OKKAR!! Það myndi ekki drepa okkur að fá að minnsta kosti peysuveður (eða hvað haldið þið??).

Kveðja frá Ernu Björku....í nostalgíu og sumarstuði!!

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Góða kvöldið!

Afmælisbarn dagsins er Adolf Hitler. Hér er afmæliskveðja fyrir kallinn.

Hann á ammli í dag, hann á ammli í dag, hann á ammli hann Hiiiitler, hann á ammli í dag". Hipp hipp húrra!!!! vona að hitinn og þjáningarnar séu óbærilegar Dolli minn, brenndu hægt!

Mér er ofarlega í huga allt þetta tónleikastand hérna á Íslandi. Placebo, Incubus, Korn, Pink, Deep Purple, Pixies, Metallica ...... er allt að verða crazy???? Við sem höfum sætt okkur við árlegar heimsóknir þokkalegra hljómsveita stöndum alltí einu í tónlistar-vertíð. Ekki það að ég fagni ekki fjölbreytninni en maður verður bara svo þunglyndur að vita til þessa að maður getur ekki farið einn einasta tónleikaviðburð *grrááát*. Mesta tónlistarmenningin sem ég mun komast í í sumar verður í Herjólfsdal um Verslunarmannahelgi þegar Árni Johnsen mætir með gítarinn í brekkusönginn (ekki ýkja mikil menning þar á ferð).

Mig langar svona í lokin að fá álit hjá ykkur um svolítið. Hvað finndist ykkur um lögleiðingu Maze/piparúða hér á Íslandi? Persónulega myndi ég styðja það heilshugar þar sem ég hef komist í hann krappann hér í miðbænum að kvöldlagi. Hvað finnst ykkur?

Kveðja frá Ernu litlu ... skjálfandi í borg óttans:(

mánudagur, apríl 19, 2004

Jæja vænu mínar hænur!!

Ég vil byrja á að þakka ykkur fyrir að vera svona dugleg að skrifa í gestabókina mína. Mér þótti ótrúlega vænt um að fá svona mikið af hlýjum kveðjum. Hvað ég gerði til að eiga svona góð orð skilið veit ég ekki....but I´m glad you like me so far;)

Guð er mér hliðhollur í dag. Ég heyrði í fuglunum fyrir utan gluggann hjá mér í morgunn og sólin kitlaði nebbann minn:) "Jeeesss" hugsaði ég því þessi morgunn byrjaði alveg undursamlega vel. Þegar ég stekk fram á stigagang mæti ég henni Gerðu (gamalli konu sem býr fyrir ofan mig) og hún með þennan líka skelfingarsvip. Haldiði að konugreyið hafi ekki flogið á hausinn á Vitastígnum og lendir svona illa á handleggnum. Sko...þetta þurfið þið að vita um hana Gerðu: Gerða er hörkukvendi....hún er fjörgömul og hálf-tannlaus og oftast skil ég ekki helmingin af því sem hún segir, en það hindrar hana ekkert í því að skella sér út á táslunum og stuttermabol að moka mannhæðarháa skafla fyrir framan húsið um hávetur. Því bregður mér skiljanlega að sjá hana Gerðu náföla og hálf-kjökrandi. Mér verður litið á úlnliðinn á henni og sé stóra kúlu skaga út og bólgan var svaaaakaleg. Ég var á leiðinni í skólann þegar þetta gerðist en ég bara gat ekki hugsað mér að hún væri ein og sárkvalin þannig að ég ákveð að skutla konugreyinu á Slysó (já ég veit ég er svo góóóóóóóð). Ég vona að henni líði vel (kíkji kannski til hennar með malt og appelsín þegar ég kem heim). Hver segir síðan að góðverk borgi sig ekki. Ég er ekkert smá sátt við lífið og tilveruna:)

Hey og takið eftir þessu. Nú er ég í svona honey-moon með blogginu mínu. Blogga einu sinni á dag og alles. Alltaf svo hress og kát, og líf mitt fullt af spennandi atburðum....brátt mun bera á stöku höfuðverkjaköstum og ég mun muldra í barm mér "æj ekki í kvöld elsku ernueinu-blogg, I´m not in the mood". Bloggið mitt mun finna fyrir gífurlegri höfnunartilfinningu sem verður staðfest með því að ég skrifa í mesta lagi einu sinni í viku og þá verða færslurnar álíka spennandi og þetta: "Fann súra mjólk aftast í ísskápnum mínum í dag, útskýrir kannski afhverju enginn vill koma heim og leika við mig".

Látum oss biðja að svo fari ekki...Amen;)

sunnudagur, apríl 18, 2004

Einhverra hluta vegna datt þetta blogg út þegar ég setti inn síðustu færslu..þannig að þetta fór í smá kás hjá mér,,,en hér er færslan sem dagg út. Sorry ruglingin guys:(

sunnudagur, apríl 18, 2004

Bank bank góði Guð!!! Hvar er vorið??
Hvar er sólin sem yljar manni á kollinum?
Hvar eru fuglarnir?
Hvar eru blómin?
Nei í staðin er bara þetta vanalega rokrassgat og grámygla *grááááátur*. Svo ætlaði ég að vera svo gasalega hraust og flott á því í dag og skellti mér í göngu. Gangan sem ég ætlaði að taka niður að Seltjarnarnesi náði ekki lengra nema niður að Tjörninni þar sem ég settist niður og spjallaði við endurnar. En vitið þið hvað mér fannst fyndnast þegar ég var í þessari göngu?? Ég mætti varla einum Íslendingi, bara túristum! Íslendingar fara ekki í göngu!! Íslendingar keyra um í Polo og Golf og borða McDonalds! Íslendingar eru LATIR! Og ég er líka löt...mig langaði að taka leigubíl tilbaka frá tjörninni því mér var orðið svo kalt.
Eitt að lokum. Ég vil senda æðislegar geggjaðar stuðkveðjur til indæla lögreglumannsins em sektaði mig fyrir stöðubrot í gærkvöldi kl 19:21. Já já....2500kr, thanks alot asshole!
Kveðja frá Ernu,,,sem bíður og bíður og bíður eftir vorinu.

Jæja ég rambaði inná eitthvað spólugláp í gær og var fram undir morgunn að horfa á gamla Sex and the city þætti SNILLD!! Ef lífið mitt væri eins litríkt og líf þessara kvenna...þá væri ég ekki hér að skrifa vefdagbók skal ég ykkur segja. Tala ekki um allt þetta ógrynni af kynlífi sem þær stunda!! I´ll take one of that please;)

Jæja útí aðra sálma...mamma hringdi um hádegið og vakti mig.
Mamma: Hæ elskan mín!
Ég: grumbl..uuhh..stun (og fleiri óskiljanleg hljóð)
Mamma: Var ég að vekja þig?
Ég: öööhh..neei..eða já..var að fara að vakna (my ass)
Mamma: Já er þá bara ekki mál að koma sér á fætur? Ha? Jæja ég var að tala við hana systur þína og bílnum hennar var stolið í nótt.
Ég: Ha???? í alvöru? (og þetta er sko ekki eðlilegt...það er örugglega búið að brjótast þrisvar áður inní þennan bíl)
Mamma: Já, lögreglan hringdi í þau í nótt og hún fann bílinn ásamt 15 og 16 ára strákum sem stálu honum. Bíllinn er ónýtur.
Ég: (enn að berjast við að vakna og komast til meðvitundar). Æji en ömurlegt. Eru þau tryggð fyrir svona?
Mamma: Já já...þau eru það að sjálfsögðu. En ég vildi bara segja þér þetta Erna mín og ekki sofna aftur.
Ég: Ha? nei nei..ég geri það ekki..geeeeiiiiisssp.
Mamma: alltílagi elskan heyri í þér betur í kvöld. OG EKKI SOFNA AFTUR.
Ég: (pirruð) Neeeeeeeeeiiiiii mamma auðvitað ekki. Það er hádegi!!!

Svo kvöddumst við mæðgurnar og ég teygði vel úr mér og heyrði í rokinu hvína á glugganum hjá mér. Einni mínútu síðar var ég sofnuð og hraut hátt og fallega í klukkutíma í viðbót;)
Ég vil bara minna á að svefninn er ódýrasta og besta afþreyjing sem til er fyrir fátæka námsmenn. Hann kostar ekkert. Hann er góður. Þú stjórnar því alveg hversu lengi svefninn á að eiga sér stað. GÆTI EKKI VERIÐ BETRA!!!!

Lifi svefninn!!!! Óli Lokbrá Rúlar!!!!!

laugardagur, apríl 17, 2004

uss...voða er ég dugleg að blogga.
Ég var að koma frá Láru bekkjarsystur og Benna kærastanum hennar og það var þvílíkt "nice" eins og alltaf. Ég tók með mér gest heim til baka frá þeim. Með mér kom nefnilega rauðvínsflaska sem ekki var kláruð yfir Idol-keppninni, ég væri nú að ljúga ef ég segði að mér hafi þótt það leiðinlegt (blikk blikk). Þannig að nú sit ég eins og alvöru "Erna Eina" fyrir framan tölvuna mína með rauðvín;) Ég veit ekki um ykkur en mér finnst voða kósý að sötra rauðvín og kveikja á kertum og reykelsi með hot date...sem er bara Hr. Egg í þetta skiptið *híhíhíhí*.
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn;)

föstudagur, apríl 16, 2004

Orð dagsins er leti.
hvernig er hægt að nenna að læra yfir höfuð þegar sumarið nálgast svona óðfluga? mér er helst að skapi að hleypa mér út eins og trylltum kálfi og sletta ærlega úr klaufunum. djöfull er ég síðan viss að ég láti þetta sumar framhjá mér fara og eyði því í bölvaða leti og ósóma.
Ég er nú þegar farin að hugsa til Þjóðhátíðarinnar og er í tryllingi að smala liði til að heimsækja mig. Ég er jafnvel búin að lofa jarðgöngum ef ákveðnir einstaklingar láta sjá sig, ég er líka búin að lofa því að ef mér leiðist eins mikið á þessari þjóðhátíð og þeirri síðustu...þá fer ég til útlanda 2005.
jæja þetta er bara létt og laggott í þetta skiptið. Ég lofaði gunnari bekkjarbróður mínum víst að vera dugleg að blogga og gunnar er maður sem maður svíkur ekki;)
adios amigos

fimmtudagur, apríl 15, 2004

já og by the way....kvittið í gestabókina mína....djöfull skal ég annars finna ykkur í fjöru krípin ykkar!!!

Herregud!!!
Ég er að blogga! Mikið er það gaman. Ég vill byrja á að þakka henni Freyju bekkjarsystur alveg innilega fyrir hjálpina. Hún á heiðurinn að þessu öllu:) "snaps for Freyja" *snap snap*. en eníhú....verið velkomin á bloggið mitt...hér munu misgáfulegar athugasemdir mínar fæðast. Njótið og commentið að vild!!!!
bæjó:)
ps: nanna vinkona er gullmoli dagsins. klem og kram.